á morgun er ég að fara á tónleika á gauki á stöng til minningar um ian curtis, söngvara joy division. ég hlakka óskaplega mikið til, góð upplyfting og kannski með bjór. fram munu koma singapore sling (jess!!!), magga stína og hringir, hanoi-jane (veit ekki hvað er), sólstafir, taugadeildin, worm is green (leiðinlegt!), birgitta jónsdóttir (who?) og ghost division (aftur: who?). ég mæli með því að allir kíki og komi í svörtum fötum með þunglyndi.
ég fékk gefins klámmynd í dag. hún heitir því skemmtilega nafni: nummer piger-crack her jack! ég geri ráð fyrir, út frá titlinum að dæma að myndin sé dönsk. þetta er þá þriðja klámmyndin mín og geri aðrar stúlkur betur! það verður hressandi á grettisgötunni í kvöld, uppvask á meðan klámið rúllar.
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli