miðvikudagur

já krakkar mínir, ég skal segja ykkur það!
ég hef náð að jafna mig á dökka hárinu. var bara svefnlaus og "morbit" í gær. þetta er allt í lagi núna...
en nú er ég með tíðindi! ég fór í kringluna í gær til að kaupa hina fögru og blökku lady sem ég og gerði. það náttúrulega bilaði strax á leiðinni heim en ég læt ekki svoleiðis smámuni slá mig útaf laginu. nýja jákvæða viðmótið sko... en hins vegar þegar að ég var þarna í kringlunni hringir síminn minn og þá eitthvert óþekkt númer. andstætt mínu venjubundna og símafóbíska eðli svaraði ég símanum. þá var það einhver blaðamaður sem vildi taka við mig viðtal útaf blogginu mínu, þessu bloggi sem þið eruð að lesa núna. það er víst almannarómur að það sé svo óvenjulegt og hreinskilið að það þurfi hreinlega að taka viðtal við höfundinn, mig. ég svaraði öllum spurningum eftir bestu getu og viðtalið mun svo birtast í "magasín" á morgun ef ég skildi blaðamanninn rétt. og seinna í dag kemur svo ljósmyndari til að smella ef mér einni mynd sem fylgja á með viðtalinu. þá sjáið þið loksins hver ég er, þið sem ekki vitið það nú þegar. ég vona að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum...

Engin ummæli: