miðvikudagur

ókei...
hlutirnir eru ekki slæmir. það er í rauninni allt dásamlegt nema að viðkvæm sál mín er ekki orðin það brynjuð að lítið sem ekkert getur komið henni úr jafnvægi. ég vildi stundum og oftast að það væri ekki svo. ég er að reyna að vera jákvæð og glöð, í því felst líka þessi vinna sem ég er búin að vera að vinna seinustu árin í sálinni. að halda mér á floti þó að það komi litlir hnökrar í draumasængina mína.
við sváfum fyrstu nóttina í íbúðinni í gær. keyptum rúm og brjálæðislega bleikt sófaborð í ikea og dásamlegan og dulítið hippalegan grænan sófa í góða hirðinum. nú vantar okkur bara ísskáp og að klára að flytja allt dótið okkar og börnin mín. það er allt yndislegt tinna....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja heimilið kæra kirsuber. Megi þér líða sem allra best þar.

Tinna Kirsuber sagði...

Ó þakka þér fyrir mín kæra fröken fix....