mánudagur

ekki fór ég í bankann og ekki er ég byrjuð á kommóðunni... er samt að fara að byrja. eina sígarettu fyrst... ég fór í staðinn í hljómskálagarðinn með teppi, bækur og ferða-útvarp. þar sat ég í næstum þrjá tíma og náði mér í "eðlilega" og krabbameinsvaldandi brúnku, las og dottaði í augnablik. samt með annað augað opið af því að ég var svo hrædd um að vakna með einhvern útigangsmann ofan á mér. eiga ekki sumarfrí að vera svona hvort sem er? maður á bara að hanga og gera það sem maður vill, barnlaus and all. samt finn ég fyrir einhverskonar samviskubiti lengst inni í hausnum á mér, eins og að ég eigi að vera að gera eitthvað voða merkilegt, eins og ég bara verði að drífa mig að mála kommóðuna annars er ég aumingi. og ég fer í bankann á morgun, ég lofa.
forgangsröðin hjá feministum er að mínu mati ansi hreint óskipulögð. þannig er það reyndar með margar baráttur sem háðar eru hér á íslandi í nafni hinna og þessara málefna. eins og þetta með snoop dogg.... það var eiginlega bara niðurlægjandi að horfa upp á einhverja reiða konu æða í landsbankann eða hvaða fasistastofnun það nú var til að fræða bankafólkið um hvers lags níðingur snoop er. orð eru eitt, gjörðir eru annað. það sem konur þurfa að láta yfir sig ganga dags daglega, hverja einustu mínútu út um allan heim gerir þessa texta hjá snoop að sleikipinna (orðið sleikipinni er hér notað til að lýsa sakleysi). hvar eru feministarnir þegar dómar upp á einn mánuð skilorðsbundið eru bornir upp á menn sem hafa nauðgað konu svo illa að hún þarf máske að liggja á spítala, líf hennar ónýtt? eða þegar að konur eru enn að fá mun lægri laun en karlmenn á vinnumarkaðinum fyrir nákvæmlega sömu vinnu? það er til svo miklu meiri viðbjóður í heiminum en einhverjir fjárans rapptextar sem ætti frekar að rýna í. og hvað nú? verður þessi áróður ekki bara eins og hver annar áróður hérna? hálfklárað verk, yfirgefið? tónleikarnir eru búnir og ég velti því fyrir mér hvort að einhverjar ungar stúlkur hafi hlaupið út úr egilshöll grenjandi yfir textunum hjá snoop, eða stóðu kannski feministar með svínablóð í fötu og biðu eftir því að hella því á æsta tónleikagesti... skammist ykkar!
í þessum töluðu orðum er snoop dogg örugglega útúr-freðinn í bláa lóninu með einhverja af þessum yndislegu og skírlífu stúlkum sem að ísland getur svo sannarlega hreykt sér af (kaldhæðni) að totta sig bleikan. og feministarnir í lagningu að fá sér nýjar steyptar gervineglur.

Engin ummæli: