þriðjudagur

jæja krakkar!
þá er kærastinn minn og hljómsveitin sem að hann er í, shadow parade að fara að spila á gauknum í kveld. það kostar bara 500 kall inn OG þið fáið disk með. HA!!! þið verðið að koma og heyra þessa íðilfögru tóna sem piltarnir ná að elda saman og ég er ekki bara að segja þetta af því að ég sef hjá einum í hljómsveitinni, þetta er sannleikur. tónlistin hjá shadow parade er falleg, gröð (ekki þannig að maður detti úr nærbuxunum heldur hinsegin gröð), auð-hlustuð án þess að vera klisja, það er einhver einlægni, semi-lágstemmd og umfram allt stór-mögnuð. þið ættuð a.m.k. að koma þó það væri ekki nema til að halda grúppíu #1, mér félagsskap. húsið opnar kl. 21.
see ya!

8 ummæli:

Ösp sagði...

grúppía #2 kemst ekki, en væri meira en til í það!!! ohhhhh...

Tinna Kirsuber sagði...

Oh! Tell me about it! Það verður hálf glatað að vera eina skjálfandi stelpan þarna með tár í augunum af því að þeir eru svo frábærir... Sérstaklega hann þarna gítarleikari, þú veist. Hann þarna sæti ;D

Ösp sagði...

já, hann alveg rétt, hann er voða sætur, og enda ekki furða hefuru séð fallegu fjölskylduna hans? ;p

Tinna Kirsuber sagði...

Hahahaha!!! Játs!

Nafnlaus sagði...

Talandi um greddu hvet ég ykkur að kíkja á: http://www.koppsbakery.com/malepage10.htm

Einhver Albert sem þið þekkið ekkert

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir þetta innlegg Albert en nei takk, sama og þegið!

Ösp sagði...

Bíddu, "fáið disk með" ? er komið eitthvað svoleiðis?

Tinna Kirsuber sagði...

Já, það fylgdu diskar með ef þú borgaðir þig inn, með einu lagi eftir hvert band sem var að spila.