fimmtudagur

ég sef sjaldan fram eftir og hef í rauninni aldrei gert, alveg síðan ég var barn. mér finnst tímasóun að sofa, á morgnana þ.e. ekkert að því að leggja sig á daginn svosum nema að það kostar oft samviskubit og geðvonsku sem varir fyrsta hálftímann eftir vöknun. morgnarnir eru nefnilega minn uppáhalds tími dagsins og ég læt ekki þekkja mig fyrir annað en að vera komin á fætur fyrir 10, að svo gefnu að ég sé í fríi. auk þess vakna ég fyrir tvo á virku morgnunum því að erninum mínum finnst ekki jafn gaman og mér að vakna á morgnana og ég hef næga orku til að vekja tvo. þá fáum við okkur oftast te og rýnum í fréttablaðið á meðan örninn lifnar við. en í morgun ákvað ég að vera lengur í rúminu í dag en ella. og það tekur á því ég er ekkert þreytt og mig er farið að klæja í tærnar að gera eitthvað og klukkan ekki einu sinni orðin 10. en a.m.k. ligg ég í rúminu að skrifa þetta...
það var para-spilakvöld í gær. birta & rúnar, bryncí & snær og þura & maggi komu til okkar og við borðuðum pizzu, drukkum bjór og spiluðum popppunkt. popppunktur er skemmtilegt spil... svona fyrstu tvo tímana, eftir það fer manni bara að leiðast, allavega mér. og það tekur oftast alveg fjóra tíma að klára eitt spil sem er óþarflega langur tími að mínu mati. en þetta hafðist þó ég viðurkenni alveg að ég hefði getað staðið mig betur, var bara orðin sybbin þarna undir lokin. en það kemur mér á óvart þegar popppunktur er spilaður hvað maður veit óskaplega mikið um hljómsveitir o.þ.h. hlutir sem að ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að ég vissi poppa upp í hausinn á mér í spurningarflóðinu. mér finnast bjölluspurningarnar skemmtilegastar en poppstjarnan verst af því að ég er svo feimin.
shadow parade voru magnaðir á þriðjudaginn. ég er náttúrulega mjög hlutdræg en mér fannst það og finnst.
hlutir til að gera í dag: fara á fætur, taka til, klára að mála kommóðuna, finna kistu fulla af peningum, fara í sturtu, hjóla niður á tjörn og gefa öndunum brauð.

2 ummæli:

Svetly sagði...

...mmm..hljómar vel "plan dagsins" litla...fannst ég reka augun í peningakistu á leiðinni í vinnuna í morgun, rétt hjá tjörninni - leit svo betur og þetta var bara bankinn...en ég læt þig vita ef ég finna "peningakistuakurinn" :)

Tinna Kirsuber sagði...

já takk! eða þarna tréin sem vaxa peningar á... ég man að mamma talaði oft um þau þegar ég var lítil ;)