fimmtudagur

verslunarmannahelgina 1996 þegar ég var 17 ára og ólafur ragnar var nýorðinn forseti vor brá ég mér til vestmannaeyja á þjóðhátíð. ástæðan fyrir því er var ekki sú að ég væri svo skelfilega æst í að upplifa þessa firringu heldur var ég í þess lags vinahópi og lítið annað að gera en að fara með vinunum. og svo var ég líka óskaplega skotin í strák sem var að fara þangað. ég hef ekkert um þessa helgi annað að segja en ég vona að mér verði einhvern tímann sá griður gerður að ég geti barasta gleymt henni allri eins og hún lagði sig. ég held ég muni aldrei geta með góðu móti farið aftur til vestmannaeyja og hvað þá til að vera viðstödd brekkusönginn.... mér var bara hugsað til þessarar vesælu helgar af því að hún rennur nú brátt í garð og svo er verið að gefa miða á þjóðhátíð á rás 2. EKKI FARA!
en að léttara hjali... ég er búin að mála kommóðuna og er þ.a.l. í lakk-vímu og öll blá á höndunum. en kommóðan er fögur eins og himininn.
ég var að hlusta á þetta lag áðan með bob dylan. það er óskaplega fallegt og minnir mig á ástina...

See the pyramids along the Nile
Watch the sun rise on a tropic isle
Just remember, darling, all the while
You belong to me.

See the marketplace in old Algiers
Send me photographs and souvenirs
But just remember when a dream appears
You belong to me.

I'll be so alone without you
Maybe you'll be lonesome too

Fly the ocean in a silver plane
Watch the jungle when it's wet with rain
Just remember till you're home again
You belong to me
You belong to me

I'll be so alone without you
Maybe you'll be lonesome too

Fly the ocean in a silver plane
Watch the jungle when it's wet with rain
Just remember till you're home again
You belong to me
You belong to me
You belong to me

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var líka í eyjym versló 96:)!en bara á sunnudeginum. Herregud!! éG er rétt að fara að voga mér þangað aftur eftir 2 vikur.Gott að við þekkjum enga eyjafara lengur-sammála? Hejúkket:)catmaster

Tinna Kirsuber sagði...

Hvað í fjáranum ertu að fara að gera þangað eftir 2 vikur? Á fótboltamót?
Jú, ég er mjög þakklát fyrir það að hafa fundið mér loksins vini í sama farvegi og ég... Fólk sem fer ekki á Þjóðhátíð!

Nafnlaus sagði...

Solitude í sumó til að leza;)catz