þriðjudagur

ég ætla að byrja í megrun í dag.
hressandi hversu margir höfðu hausa uppfulla af majónes-staðgenglum, ég þarf augljóslega aldrei að láta þennan hvít-gula fitu-viðbjóð inn fyrir mínar varir aftur.
plan dagsins: vaska upp, nennti því ekki í gær. þvo þvott, fara í bankann... oh brother..., fara í bónus og kaupa te og þvottaefni, fara í eymó og kaupa (skrifa á mig) málningu, pensla, blýanta og ferðatösku. ferðatosku? spyrjið þið ykkur... ég er nefnilega að fara vestur til kötu systur á mánudaginn og vinna með henni í veiðihúsinu eins og ég gerði líka seinasta sumar. ég hlakka ótrúlega mikið til, bæði af því að mig langar svo óskaplega mikið til að komast aðeins burt úr borginni sem ég er u.þ.b. komin með upp í kok af og svo að fá að vera með stóru systur. það verður reyndar erfiðast að vera frá konungi fuglanna í viku en iss piss, ég hlýt að þola það. plús það þá á megrunin eftir að fjúka útum gluggann þegar ég kem til kötu þar sem að hún er besti kokkur sem ég veit um og ef þetta verður eitthvað eins og í fyrra mun ég ekki hætta að troða í mig fyrr en ég er komin upp í rútuna á leiðinni suður aftur. og ég mun að öllum líkindum ekkert blogga heldur í þessa viku sem ég verð þarna fyrir vestan, en ég ætla að taka tölvuna mína litlu með og byrja á skáldsögunni minni með sjálfsævisögulega ívafinu.
núna er kannski rétti tíminn til að tilkynna ykkur að ég er hætt á dagvöktum í eymó. ef þið viljið sjá mig verðið þið að hanga þar um helgar eftir 14. ágúst.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður verður að hafa eitthvað miklu sterkar en góðan sjálfsaga þarna í veiðihúsinu. Ég var þarna um daginn og ég át allan daginn...svakalegt. Ráðskonan hefur lag á því að borða ekkert sjálf en láta hjálparhelluna borða tvöfalt í staðinn!! Nú er ég einmitt að fara í nokkra daga og er að reyna að byggja upp mótafl gegn þessum álögum!!!! Hafðu það gott, heyrumst fljótlega. þín Svanhildur

Tinna Kirsuber sagði...

Ég veit það! Ég stóð í matnum þegar ég var þarna, át alltaf tvöfalt.... ansans! En ég hlakka samt óskaplega til.

Ágúst Borgþór sagði...

Viltu ekki láta okkur feita fólkið um megranirnar? Þetta er næstum því móðgun við okkur. Góða ferð og góða dvöl.

Tinna Kirsuber sagði...

Hey! Velkominn heim!!!
Hahahaha! Júmm, geri það. Ég var líka bara með bollu-komplexa í gær, er komin yfir það.