föstudagur

ég fer ekki ofan af því... cheerios með léttmjólk er besti matur í heimi! ódýrt, hollt og gott...
ég er að reyna að vera dugleg við að taka vítamín þessa dagana... en það eina sem ég man eftir að taka er magnesíum og fólín-sýra (hljómar ekki vel þetta nafn...). bæði á að vera gott fyrir sálina og ekki vil ég taka neinar andskotans lundarlyftur (þunglyndislyf) og svo skilst mér að fólín-sýran sé mikilvæg fyrir allar konur á barneignaaldri. ég þyrfti hinsvegar að fara að venja mig á að taka járn, það er enn eitt dópið sem á að vera gott fyrir konur þar sem að við missum að meðaltali líter af blóði í hverjum mánuði eins og ég reiknaði hér út á bloggsíðunni ekki alls fyrir löngu. og svo tek ég náttúrulega "pilluna" svo að ég leggist nú ekki í ótímabærar barneignir, það vill enginn og allra síst ég. ég held reyndar að þessi fjárans pilla sem heitir því háfleyga nafni gracial láti mig fá bólurnar sem nú vafra um á andliti mínu því ekki er ég unglingur og ég ét lítið sem ekkert sælgæti. og svo eru brjóstin á mér óeðlilega stór, kenni "pillunni" líka um það.

2 ummæli:

Svetly sagði...

...sá þig tölta sumarlega í bleikröndótta pilsinu í póstinn að sækja pakka...reyndi að kalla í þig en þú varst of upptekin við að hrista og strjúka bögglinum svona forvitnislega :) ....langaði bara að kasta á þig kveðju litla dýr :) Hafðu það gott um helgina

Tinna Kirsuber sagði...

Takk dúlla