mánudagur

og það er kominn enn einn mánudagurinn... þrátt fyrir að vera í fríi finn ég fyrir andrúmslofts-breytingum þegar það er mánudagur eða einhver annar virkur dagur...
ég var að vinna í gær í eymó og hafði engu gleymt, var með dálitlar áhyggjur af því að kunna ekki lengur á kassann út af athyglisbrestinum. en svo var ekki, þetta var bara eins og að hjóla... það var fínt að fara aftur í vinnuna, tíminn leið hratt og ég undraðist á því hvað það eru ennþá margir túristar hérna. blessuðu litlu túrista-skinnin. ég brunaði svo heim eftir vinnu á black beauty af því að ég var dauðhrædd um að kofinn væri brunninn ofan af okkur. við skelltum nefnilega einni bakaðri kartöflu í ofninn sem við áttum eftir laugardags-grillið og ætluðum að gæða okkur á en útaf einhverri fitu í botninum á ofninum fylltist allt af reyk hérna á bergó og við stóðum bara bæði rauðeygð og hóstandi og vissum ekkert í hvorn fótinn við áttum að stíga. en það endaði allt vel. mental note: kaupa ofnhreinsi!
móa er að koma í kaffi til mín á eftir og ég ætla að bjóða upp á brauðið sem frúin ég bakaði á laugardaginn. ég vona að það sé ennþá gott þó að það sé dulítið eins og að borða steypu af því að það er svo þétt í því eitthvað. en enginn er smiður í fyrsta sinn og þetta var fyrsta brauðið af vonandi mörgum sem ég mun baka. mamma ætlar svo að bjóða mér á jómfrúna í kvöldmat og ég hlakka óskaplega til af því að mér finnst "smurrebröd" ómótstæðilega gott.
ég ætla að byrja að mála í kvöld, ég verð að byrja að mála í kvöld. það er erfitt að koma sér af stað og ég er með einhverja sköpunar-teppu. kannski af því að það er svo mikið af tilfinningum sem leika lausum hala í hausnum á mér. ég hefði þó haldið að það ætti nú að hjálpa til... ég ætla allavega að gera tilraun til að koma þessum miklu tilfinningum á strigann í kvöld. og svo þarf ég að andskotast til að gera leiðinlegu hlutina... fá vottorð um að ég sé í skólanum uppi í háskóla, fara með það í félagsþjónustuna svo að ég fái betri leigubætur, fara í bankann and that´s about it. ég skil ekki hvað ég mikla þetta fyrir mér...
ég held annars að ég sé að fá hálsbólgu.

2 ummæli:

Ösp sagði...

Bráðum kemur föstudagur og þá verður nú aldeilis gaman...:D

Tinna Kirsuber sagði...

Jeminn já! Ég get bara ekki beðið... Ég hlakka óskaplega til!