lítil systir sefur í sófanum okkar og ég fer ekki ofan af því að það er komið haust. ég var einmitt að hugsa um það í gær þegar ég var úti að labba hvað það væri komin mikil haust-lykt í loftið og allt einhvern veginn orðið kaldara. ég kann ósköp vel við haustið af því að það er svo kósý og því fylgir ákveðin ró þó að ég verði auðvitað að passa að sálin detti ekki niður í öllum drunganum. en ég hef málverkin til að halda mér uppi og svo fer skólinn að byrja. ég dauð-kvíði því náttúrulega en tilhlökkunin er yfirgnæfandi enn sem komið er og auk þess mun skólinn aldrei byrja fyrr en kl. 13 á daginn. sweeeeet!
ég og örninn, prinsinn minn erum að fara norður seinustu helgina í þessum mánuði til að heimsækja mömmu hans og pabba og sætu systurnar tvær. ég hlakka óskaplega til, svo óskaplega! og við ætlum að taka rútuna sem mér finnst dásamlegt, horfa bara á dvd á leiðinni í tölvunni og hlusta á músík... og kannski kyssast pínu...
mikið ofboðslega er ég hamingjusöm í dag.
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Haust? Ég er sólbrunnin eftir góða veðrið í gær.
Þú hefur verið í öðru landi án þess að vita það...
Eða bara rétt austan við Rokrassgatið 101 :)
Það gæti náttúrulega líka hugsast...
Skrifa ummæli