stundum þegar ég vil vera "fullorðins" horfi ég á fréttir í sjónvarpinu, ég hlusta reyndar alltaf á útvarpsfréttir en þegar ég vil vera extra "fullorðins" horfi ég líka á kastljósið. t.d. í kvöld ákvað ég að horfa á kastljósið og þar voru dagur b. og þessi móðursjúki í vinstri-grænum sem ég er svo hrifin af að tala um klofninginn mikla. og ég skal segja ykkur það og ég er ekki að ýkja að ég held ég hafi skilið svona í mesta lagi 5% af því sem þair voru að tala um. það fauk gersamlega útum gluggann þetta "fullorðins" þema mitt og ég varð enn sannfærðari um að ég sé vangefin eða með mikinn athyglisbrest. svona er þetta nú suma daga...
annars lítur út fyrir að ég muni ekki komast í eina einustu útilegu þetta sumarið og ég er mjög óhress með það, mjög svekkt.
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
það eru nú allir að rembast svo mikið við að vera háfleygir og gáfaðri en næsti maður þarna í kastljósinu að það bitnar alltaf á samhenginu og því ekki nokkur leið að skilja þetta lið. hlakka til að sjá þig á laugardaginn :-)
Tell me about it! Gott þú segir þetta, þá líður mér minna eins og vangefinni...
Mig langar rosa mikið koma í grill hjá huggulegu ástföngnu dúllunum á ykkur en er að fara í 2 mazzív próf í næstu viku þannig að er eiginlega í house-arrest útafþví.En ef sjálfsaginn crackar þá fæ ég að koma og já takk fyrir boðið while im at it- lov&pís, kate Gotti aka. catmaster
Þú kemur endilega heillin ef þú getur! Hvaða vitleysa er þetta svo að vera í prófum um mitt sumar? Ha?!?!?!
Skrifa ummæli