ég og bryncí ætlum að stofna hljómsveit þegar hún kemur heim að norðan á sunnudaginn. ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í þeirri hljómsveit nema kannski syngja því ekki var ég sett í hljóðfæranám sem barn og kann þess vegna ekkert á hljóðfæri... jú annars, reyndar kann ég á munnhörpu en ég veit ekki hvernig það á að passa inn í hljómsveitina. svo kann ég eitt lag á píanó, eitt lag á gítar og bassann í nokkrum mazzy star lögum... það er svona u.þ.b. það eina sem ég kann og mér finnst ég vera lítils virði fyrir vikið, sérstaklega þegar að maðurinn sem ég elska er tónlistar-snillingur... en það hlýtur að reddast.
ég er að velta fyrir mér nöfnum á nýju hljómsveitinni, dettur ekkert sérstakt í hug... kannski píkan eða kynferðislegt frávik... ég og bibbi vorum/erum í hljómsveitinni berklunum og höfum fram að þessu gert eitt lag sem við settum á disk. það stóð nú alltaf til að gera 12" vínilplötu í sumar með tveimur lögum á hvorri hlið... veit ekki alveg hvernig staðan er á því núna.
það er ósköp mikil leti í mér í dag, mig langar mest bara til að liggja undir teppi og horfa á vídjó... jafnvel að ég láti bara verða af því. það eru þó nokkrir hlutir sem ég þarf að fara að sinna, t.d. byrja að mála fyrir sýninguna okkar þuru sem verður 10. september. ég þarf enn og aftur að fara í bankann og gera sjálfa mig að athlægi útaf námslánunum, koma svo einhverju skipulagi á þessi fjárans fjármál mín og byrja að borga niður yfirdráttinn... bara svona til að sýna lit sko. ég er ekki alveg að skilja þessa útreikninga þarna hjá LÍN, ég er enn að velta vöngum yfir þessu rugli. er það virkilega svo að einstæðingur í leiguhúsnæði á að geta komist af með 62 þúsund á mánuði? er það virkilega???
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli