sunnudagur

ég er ekki með "babyfever" en í hvert skipti sem ég skoða myndir af þessum litlu krúttum, ísold og ástþóri erni sem tengjast mér annað hvort í gegnum blóð eða vináttu fer um mig gleðistraumur og ég get ekki annað en brosað.
annars er ég búin að taka þá ákvörðun að drekka ekki meira áfengi, a.m.k. ekki í bili. það fer bara beint í sálina á mér eða hefur gert undanfarin skipti og mér líður drullu-illa um leið og ég er orðin örlítið tipsí. bakkus vekur upp drauga sem eiga bara að vera látnir í friði.
en af því að ekkert varð úr bíóferð á föstudagskvöldið ætlum við, ég og örninn minn á charlie and the chocolate factory í kvöld. best er að ljúka sunnudögum á þann hátt, annað hvort með bíóferð og sælgæti eða vídjóglápi og sælgæti. ég er sérlega sælgætisjúk þessa dagana fyrir þær sakir að á mig herja nú hinar kvenlegu hrakfarir sem blæðingar kallast.
blex.

2 ummæli:

Ösp sagði...

hvedjur ur danaveldi rosa gaman hér;) hlakka oskøp til ad hitta ykkur aftur thó;)hilsen fra den lidt tipsy Øsp;)

Tinna Kirsuber sagði...

Hlakka til að fá þig aftur dúlla! Skemmtu þér vel og hafðu það gott :D