ég er að reyna að finna nafn á manneskju sem ég þekki ekki. af öllum mannanöfnum sem ég þekki, þekki ég a.m.k. eina manneskju sem heitir því. þ.a.l. þekki ég engan sem heitir ekkert eða eitthvað... föðuramma mín hét t.d. hávarðsína eða hávarðína og ég átti frænda sem hét hilaríus. hann er reyndar langt aftur en samt nógu stutt til að maður velti vöngum yfir þessu undarlega nafni. kannski ég skíri son minn hilaríus.
fór ekki í skólann í dag en skilaði rafrænt inn einu því háfleygasta verkefni sem ég hef á ævinni unnið. það var verkefni sem átti að gera fyrir femínískar bókmenntarannsóknir uppúr einhverjum karlrembutexta, eða hann var það svona framan af. ég er mjög stolt af þessu verkefni sem ég vann af mikilli alúð í samanlagt sex klukkustundir. takið tillit til þess að mér er mjög mikið í mun um að standa mig vel í skólanum og ég er með athyglisbrest. en ég var samt ósköp fegin þegar örninn kom heim í gærkvöldi kl. 23 af hljómsveitar-standi og dró mig hálf snöktandi frá tölvunni í kvíðakasti yfir því að vera að klúðra öllu. ég gleymdi því að maður missir víst athyglina eftir ákveðinn tíma eða þá að maður á ekki að læra eftir klukkan eitthvað ákveðið á kvöldin. en þegar ég svo vaknaði í morgun var ég sem ný og spændi þessu líka ákaflega heilsteypta verkefni úr mér... ahhhh... örninn minn hefur þessi áhrif sko.
við festum kaup í grænum flauels-gluggatjöldum úr fríðu frænku, þau kostuðu bara 1.250 kr. og eru svona líka falleg og þekjandi í stofunni okkar. restin af peningunum fór í núðlusúpur og egg. annars er þetta hreiður "sindróm" óttalega endingagott, það er allavega ekkert að renna af mér eða okkur því það er alltaf eitthvað nýtt að huga að... okkur vantar fætur undir rúmið, okkur langar í myndir á veggina, fleiri lampa, kartöflumúsa-stappara, blá flauels gluggatjöld í svefnherbergið... þetta er bara toppurinn á ísjakanum. aldrei hefði það hvarflað að mér að það gæti verið svona gaman að búa með einhverjum, þ.e. kærasta-einhverjum. og það besta af öllu að við erum alltaf sammála um allt sem við viljum gera. dásamlegt! þetta er of mikið "hallmark" til að vera satt...
kæra reykjavíkurborg, loksins búin að taka eftir því að það er bara ein stytta í þér af konu en tuttuguogeitthvað af körlum...
ég elska haustið.
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Djöfull áttu eftir að massa þennan skóla.
Hvurslags unglingatal er þetta Ágúst?
Það fer mér líklega ekki.
Uuuuu.... nei! Það færi mér ekki einu sinni hvað þá þér, gamlingjanum (þetta er grín).
Færðu blaðið? Það er grein eftir mig í því.
Ég henti því óvart... Um hvað var greinin?
Um ekki neitt. En lipurlega stílað. Svo var ég ánægður með myndina.
Skrifa ummæli