jæja! ágúst borgþór klukkaði mig og ég tek því með glöðu geði. so, here goes...
1. mig dreymir um að verða virtur rithöfundur og bókmennta- og kvikmyndagagnrýnandi.
2. æðsta ósk mín í lífinu er að eignast lítið en þó nægilega stórt bárujárnshús í vesturbænum með frönskum gluggum þar sem ég get iðkað mínar skriftir, verið með erninum mínum í farsælu hjónabandi þangað til ég kveð veröldina, átt hund, ketti og barn eða börn sem mér mun takast að gera að heilbrigðum einstaklingum með nóg af ást og umhyggju (svona draumar, mínir draumar eru mjög vanmetnir og þykja jafnvel klígjulegir í nútímasamfélagi).
3. ég ætla að læra á hljóðfæri áður en ég dey eða fæ svo mikla gigt í puttana að þeir verða til einskis nýtir. ég ætla líka að læra annað tungumál. þau sem koma til greina: rússneska, franska og ítalska.
4. mig langar til að komast að leyndardómnum sem gerir það að verkum að í eðli næstum okkar allra er sami hluturinn, við þráum öll að deila lífinu með annari manneskju sem við svo vonumst til að vera með til seinasta dags. mig langar til að skilja þetta.
5. ég hata engan og vona að enginn hati mig.
svona! nú er ég alveg að verða of sein í skólann... en ég ætla að klukka betu, maju hryssu (sem þó er MJÖG langt frá því að vera hryssa), hjört, gulla og halldóru.
see ya!
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
jú, takk fyrir að klukka mig..
ég skil bara ekki alveg hvað maður á að gera..
segja fimm hluti um sjálfan þig og klukka svo einhverja aðra. þetta er hálf glatað, come to think of it...
mér finnst óskin þín bara mjög falleg og held það eigi margir sömu ósk en flestir eru bara svo hræddir við að droppa kúlinu að þeir myndu aldrei viðurkenna það...
takk fyrir að segja þetta... mér líður þá aðeins minna eins og aula.
Skrifa ummæli