ég elska þig meira
ef það er hægt
í hvert skipti sem þú tekur mig upp
upp úr malbikinu
og vængirnir sem bera okkur
yfir allt og alla
þeir blása á mig hlýrri golu
sem angar af áhyggjuleysi
og þó að það sé ekki
kannski ekki neinum samboðið
það er stundin
sem ég elska þig alltaf aðeins meir
tárin mín þorna
kannski einn daginn
kannski
og þá hætti ég að kalla
nema á þig
óttinn, vonleysið
horfið
og það eru þú og ég
þú ferð aldrei
eins og tilfinningin
á aðfangadagskvöldi
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli