föstudagur

ég á við þann ákaflega hvimleiða vankost að stríða að hafa alltaf alltof miklar áhyggjur af hlutum sem ættu ekki einu sinni að taka pláss í mínum þegar ofur-fullu sál og heila. ég er t.d. að velta mér uppúr tveimur þess háttar hlutum núna. þetta er heimskulegt, ég veit það og líka að ég ætti að vita betur. þegar þetta gerist, ég velti mér svona uppúr hlutunum verður þetta að einskonar þráhyggju sem víkur ekki úr huga mér sama hvað ég reyni að leiða hugann að öðru. og getiði hvaðan þetta kemur? jú, frá öðru fólki. þ.e. þá eru þetta iðulega hlutir sem að annað fólk hefur gert eða sagt, oftast sagt. í tilvikinu í dag er það eitt af hvoru, annað var gert, hitt var sagt. þetta sem var gert angrar mig þó mun meira en ég get því miður ekki útskýrt það betur því að það varðar að sjálfsögðu ekki mig eina, ég vil eftir bestu getu reyna að virða einkalíf annarra. en þetta er hlutur sem angrar sálina mína afskaplega mikið í dag og ég er ekki einu sinni viss afhverju, þetta ætti ekki einu sinni að vera neitt mál, ekki fyrir mig a.m.k. ef ég gæti einhvern tímann andskotast til að treysta á sjálfa mig og aðra og hætt að láta annað fólk hafa jafn mikil áhrif á mig og ég leyfi því að gera. en þrátt fyrir að vita alltaf betur hef ég enga stjórn á þessu... ég vona bara að einn daginn geti ég það því að þetta er að ganga af mér dauðri. hitt er eitthvað sem að var sagt. það voru bara orð, ekkert meira, ekkert minna en þau angra mig samt og ég hata það af því að hin manneskjan meinti að öllum líkindum ekkert með þeim, er búin að gleyma þessum orðum sem heltaka nú hugsanir mínar og teygja anga sína í svartholið þar sem neikvæðnin og systkini hennar búa. ef ég bara gæti hætt að láta alla aðra hafa svona mikil áhrif á mig, haft aðeins meiri trú á mér og mér...
ég fór í klippingu í morgun. það eru áreiðanleg vonbrigði eins og alltaf... stúlkan sem sá um ósköpin vildi spjalla en ég var ekki í smáspjalls (smalltalk) gírnum. ég reyndi að svara henni án þess að vera dónaleg en þó gefa til kynna að það væri bara ekki minn dagur í dag, hún náði því á endanum og klippti mig illa í staðinn. ég veit ekki almennilega hvað það er við mig sem öskrar fertug kona að koma úr lagningu en klippi-stúlkan sá það og gerði. ég hafði ekki eirð í mér til að leiðrétta hana og sætti mig þess vegna við orðinn hlut. annars veit ég alveg að ef ég skelli mér bara í sturtu og laga svo hárið til verð ég "happy". það er bara þessi árans dagur í dag... ég hélt ég væri laus.

Mamma og salka litla hennar mömmu voru auðvitað eitt og áttu alltaf að vernda hvor aðra frá öllu illu einsog þegar hægri höndin verndar hina vinstri, þær eiga báðar sömu sök. Og hún ætlaði að halla sér uppað brjósti móður sinnar að nýu. En brjóst móður hennar var horfið. Telpan reis uppvið dogg og þreifaði fyrir sér í rúminu við hlið sér, en rúmið var tómt. Móðir hennar var farin. Stundarkorn horfði telpan útí myrkrið slegin lömun, og ósjálfrátt mynduðu varir hennar sig til að kalla: mamma, mamma. En þetta óskiljanlega orð fæddist andvana á vörum hennar, sem betur fór. Því hver ansar þessu orði ef maður kallar það útí myrkrið í skelfíngu sinni? Einginn. Sum orð eiga ekki hljómgrunn nema í manni sjálfum [...] Að verða fullorðin er að komast að raun um að maður á ekki móður, heldur vakir einn í myrkri næturinnar.

úr sölku völku eftir halldór laxness

Engin ummæli: