föstudagur


ég biðst forláts en ég mun ekki skrifa mikið á næstunni. það er svo mikið að gera í skólanum að ég er enn og aftur alveg við það að fá taugaáfall og gluð hjálpi mér ef það gerist ekki bara hvað og hverju. ég er smátt og smátt að gera mér betur grein fyrir því að takmarkað gáfnafar mitt mun líklega leiða til þess að ég verð aldrei neitt meira eða annað en húsmóðir í vesturbænum eða hvar sem er. ég verð þá í mesta lagi þenkjandi húsmóðir í vesturbænum eða hvar sem er... ég verð þá bara að faðma þá hæfileika sem ég bý yfir, að geta búið til góðar kjétbollur og kekkjóttan uppstúf og kannski einstaka sinnum slegið um mig meinfyndnum athugasemdum um lífið og tilveruna þar sem ég stend fyrir aftan eldavélina og hræri í kekkjótta uppstúfnum. það er betra að horfast bara í augu við aðstæður og gera sér grein fyrir þeim á relískan hátt, ég er hálfviti og það er bara ekkert við því að gera í rauninni. ég er núna sannfærð um að þessi 141 stig sem ég fékk útúr greindarvísitöluprófinu sem ég tók forðum daga hafi frekar verið 1.41 stig frekar 141. ætli ég sé mongólíti sem lítur ekki út eins og mongólíti?

8 ummæli:

Móa sagði...

þarna þykir mér þú óvægin sjálfri þér og ekki vanmeta húsmæðurnar, þær vita sínu viti oft betur en spjátrungar sem þykjast allt vita. Húsmóðir í austurhlutanum

Tinna Kirsuber sagði...

Greini ég biturð...? Ég veit, þetta er og var auðvitað kaldhæðni Móa mín auk þess hefði ég í sannleika sagt ekkert á móti því sjálf að vera húsmóðir. Það er mikilvægt starf sem ég ber mikla og auðmjúka virðingu fyrir.

Nafnlaus sagði...

Láttu ekki eins og hálfvitinn sem þú ert að lýsa. Mér þykir þú klár með eindæmum og mikill skörungur í lífi jafnt sem háskólalífi. Og ég er rosa klár, taktu því mark á þessu!

Tinna Kirsuber sagði...

Ha ha! Kæru lesendur! Hér mælir konan sem ég vildi gjarnan eiga fyrir móður... eða kannski systur. Þá er ég viss um að ég væri skörungur mikill!

Nafnlaus sagði...

Stendur þú fyrir aftan eldavélina þegar þú hrærir í uppstúfnum og hendir meinfyndnum athugasemdum fram..?
- hr.rokk

Tinna Kirsuber sagði...

Þetta er bara skopstæling á því sem Halldór Ásgrímsson missti eitt sinn útúr sér um stöðu kvenna... Þetta voru hans orð, að staður konunnar væri eða ekki fyrir aftan eldavélina. Ég er ekki svo illa að máli farin minn kæri hr. Rokk.

Nafnlaus sagði...

Gott ef ekki að þetta hafi verið orð litla Halldórs, þ.e. Guðna Ágústssonar.
En þetta var vitaskuld en af þínu hárbeittu athugasemdum.
H.R.

Tinna Kirsuber sagði...

Já eða hann... Allt sama framsóknar-typpið fyrir mér.