þriðjudagur

það er viðbjóður að vakna kl. 7:15 á morgnana! þess þarf víst þessa vikuna á heimilinu og þar sem að ég er eina gangfæra vekjaraklukkan hérna kemur það á mína ábyrgð að vekja fjölskylduna. ég kann því nú reyndar ekki svo illa, að vakna snemma en 7:15 er "one to much". 8:15 er allt annar handleggur svo ég tali nú ekki um þegar ég leyfi mér að sofa til 9, það er hreinn munaður. mér finnst nefnilega tímasóun að sofa og reyndar borða líka ef útí það er farið... og nú er ég í eyðu í skólanum og ef rúmið er ekki að kalla nafnið mitt þá veit ég ekki hvaða hljóð þetta eru. mig langar ósköp mikið til að fá mér litla kríu... ég held ég geri það bara. góða nótt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hálp! ein bókinn er á dönsku..... það er alveg eftir þessum herfilega kennara að láta aðalkennslubókina vera á dönsku. Mér finnst það svívirðilegt þar sem það hafa ekki allir lært dönsku.
Takk annars fyrir síðast það var mjög gaman!