miðvikudagur

ég skal segja ykkur það! þeir sem óska mér dauða geta nú glaðst því lífi mínu eins og það leggur sig var að ljúka fyrir nokkrum mínútum. nú fæ ég óstöðvandi kvíðakast og áhyggjur... aulinn ég skilaði inn mjög rangri tekjuáætlun fyrir árið 2005 til LÍN (sú auma og vesæla stofnun). ég sumsé gerði mér ekki grein fyrir því, og með réttu að ég tel að maður á að gefa upp heildarsummuna FYRIR skatt en ekki eftir skatt eins og ég hélt. hvernig gat ég gert svona herfileg mistök spyr ég sjálfa mig núna... og hvers vegna í fjáranum er þetta svona? það er svo fjarri því að tekjur mínar fyrir skatt sé nálægt tekjum mínum eftir skatt og auðvitað ætti þá að fara eftir því því það eru mínar raunverulegu tekjur, það sem maður fær útborgað. HVERS VEGNA Í HELVÍTINU ER ÞETTA SVONA ÓSANNGJARNT? og hvers vegna í helvítinu gat ég ekki munað þetta og vitað!!! það er ekki eins og að við fáum afnot af því sem við borgum í skatt, það er bara PÚFF um hver mánaðarmót, HORFIÐ! hvers vegna er það þá látið bitna á manni? æji... nú fæ ég tár í augun yfir því að vera búin að klúðra þessu svona, yfir því að vera svona mikill hálfviti og fífl og heimskur asni og hvað á ég að gera? þetta er lífið mitt, skíturinn.

4 ummæli:

HTB sagði...

Er ekki hægt að leiðrétta þetta hjá LÍN? Meðan ég man ... þökk fyrir frábært og einlægt blogg.

Nafnlaus sagði...

fokkinn LÍN. fokkinn skattur.
FOKKINN HALLÓR FOKKINN BLÖNDAL!

Tinna Kirsuber sagði...

Fokkíng allt bara!
Jújú, það er ekkert mál að leiðrétta þetta hjá andskotans LÍN en hitt er svo aftur að bankinn var búin að lána mér upphæð samkvæmt tekjuupphæðinni sem að ég gaf upp hjá lín og nú fæ ég ekki nálægt þeirri uipphæð þegar helvísku kennararnir skila loksins inn einkununum og lín borgar bankanum. Þannig er nú það! Annars tók ég ákvörðun um að hanga eigi í volæði yfir þessu, þetta eru bara peningar...
og takk sömuleiðis htb.

HTB sagði...

Alltaf gleymi ég einhverju. Í stað þess að bara þiggja skemmtilega pistla frá þér, ætlaði ég að birta bloggnetfangið mitt ... www.hilmarthor.blogspot.com