fimmtudagur


ég mæli ekki með king kong fyrir væmna dýravini. ég náði tæplega að horfa á seinasta hálftímann af myndinni af því að ég eyddi svo mikilli orku og athygli í að bíta saman kjálkunum til að fara ekki að há-grenja. og svo sat eitthvert ung-dópista-foreldra-par við hliðina á okkur og þeim hafði hugkvæmst að taka með sér ca. 5 ára son sinn sem sat ekki kjurr alla myndina, æpti og át ótæpilega af sælgæti. ég var oft hársbreydd frá því að teygja mig til foreldranna og garga eins hátt og ég gæti í eyrað á þeim og ávíta þau svo fyrir að vera ómögulegir uppalendur... sem ég að sjálfsögðu gerði ekki af því að ég met líf mitt einhvers og langar ekki að vera kutuð niður fyrir aftan sambíóin í breiðholtinu af reiðum dóp-pabba sem finnst ég vera dóni. auk þess sat örninn minn með sinni stóísku ró á milli mín og þeirra "and you can´t beat that"...

5 ummæli:

Dilja sagði...

no you cant! það er alveg júníkk stóóíísk ró!! ég held að það komi úr dalnum er kenndur er við svarfvarða!

Tinna Kirsuber sagði...

SO TRUE!!! Og sérlega viðeigandi þar sem að ég á það til að vera frekar æst skellibjalla :D

Ösp sagði...

nú veit ég ALLT um stóíska ró og stóuspekinga, þar sem ég er búin að sitja við heimspekilestur í allan dag!! og ég er kominn á þá skoðun að ég ætli að taka þessu prófi með stóískri ró, shit happends, ef ég fell þá er það eitthvað sem ég gat ekkert að gert ég reyndi eins og ég gat, right?!? Stóuspekinga má samt túlka sem frekar "cold hearted" manneskjur að mínu mati... jeminn ég held ég verði að fara að sofa! mun samt ekki gera það, fæ mér bara enn einn kaffibollann...

Ösp sagði...

og það er Svörfuður...Þorsteinn Svörfuður... ;)

Tinna Kirsuber sagði...

Þú átt eftir að rúlla þessu upp litla kríli... En samkvæmt orðabókarútskýringu á stósískur er það einhver sem er æðrulaus um umhverfi sitt og pollrólegur :D