GLEÐILEGT ÁR PÖDDUR!
*nýji nágranninn hlustar á bloodhound gang í botni í surround systeminu sínu.
*kata systir á afmæli í dag og hún og harry eiga brúðkaupsafmæli. til hamingju!
*tók áramótafærsluna ofur-væmnu út af því að hún vakti hjá mér viðbjóð og æluþörf. virtist heldur ekkert hreyfa við neinum að maður væri hérna að bera sál sína... betra þá að vera bara bitur.
*blómabúðin á bergstaðastræti selur fagurskapaðar krukkur fyrir líkamsleifar, þ.e. ösku hafi sá látni kosið að fuðra upp í mjög stórum bökunarofni en það er einmitt mín ósk og æski ég þess að henni verði framfylgt að mér liðinni...
*ég ÞOLI EKKI björgvin halldórsson!
*gamlárskveld var dásamlegt í svarfaðardalnum og mér leið ósköp vel með tengdafjölskydunni... þ.e. þangað til að leiðin lá yfir á dalvík. mér finnast dalvíkingar horfa undarlega á mig, máske er það vegna þess að ég er af annarri tegund. annars var þetta kvöld það besta gamlárskveld sem ég hef lengi lifað... allavega betra en aldamótin þegar ég stóð ein með freyðivín, glápandi útum gluggan og grenjandi yfir því að engum þætti vænt um mig.
*londonlamb sem annars myndi liggja fyrir skemmdum verður sporðrennt í kveld og skolað niður með rauðvíni.
*fór á dásamlega vellukkaða tónleika 30. des. (mamma+pabbi) á gauknum þar sem örninn minn steig á stokk með hljómsveitunum sínum tveimur... skuggaprinsinn minn var sá fallegasti og shadow parade eru á barmi heimsfrægðar samkvæmt nýjustu fréttum. ég get líka prísað mig sæla með að vera siðsamlegasta grúppían þeirra, eða ég og öspin mín.
*ég skil sumar konur ekki...
*ég elska sveitina og leitin að reit til að byggja húsið okkar er hafin. við erum með háleitar hugmyndir um stúdíó, leyniherbergi og völundarhús og þegar þíða verður komin í jarðveginn höldum við skötuhjú í förina og í leitina að hinum fullkomna stað með barmafullar pissublöðrur svo við getum merkt okkur besta staðinn...
*kvikmyndafræðin byrjar á mánudaginn og mig kitlar í mallan af tilhlökkun.
"allir saman nú..."
laugardagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Takk fyrir dásamlega ljúf orð í áramótafærslunni, ég náði ekki að þakka fyrir mig sökum siðmenningarfjarlægðar.... ég fann enga þörf fyrir að selja upp þegar ég las þetta. Ég er ótrúlega glöð að þú sért komin aftur til byggða, sakna þín skelfilega....
Birta.
ég sá þig á þessum tónleikum og finnst þú miklu sætari í alvörunni en á myndum! (samt sæt á myndum sko)
en ég var líka mjög siðsamleg.. en ég er heldur ekki grúbbía..
pían sem sat hægra megin og var alltaf að segja gaurnum að hætta með tunguna (???) hún var aftur á móti ekki siðsamleg..
Ég sniffaði einsog ofnæmissjúklingur yfir áramótablogginu.
Temperatúr hjarta míns tók líka hressilega við sér við lestur áramótafærslunnar elsku Tinna mín.
dásamlegu konur!
já ég gleymdi líka að þakka fyrir falleg orð Tinna mín! en það var yndi að hafa ykkur hér í dalnum góða og hlakka til að fá ykkur aftur, þegarjörð tekur að þiðna og þið merkið ykkar land með pissi, ég er nú þegar búin að merkja vel mitt land:) en jú þið komið á þorrablótið, jeii:) þá færðu að kynnast því hvað menningarsjokk er, áramótin var núll miðað við það sem koma skal!! ;) vertu reiðubúin fyrir íslenskan tequila... fyrst tekuru staup af íslensku brennivíni, svo bíturu í hákarl! Unaður.. eða ekki!
Can´t wait ;D ... Hlakka samt geggjað til án gríns, hef aldrei áður farið á þorrablót, borgarbarnið sem ég er. See ya dúlla :*
ég var djúpt snortinn af áramótafærslunni þinni. ég hefði átt að segja þér það fyrr.
ég hata líka Björgvin Halldórsson og ég skil ekki sumar konur.
við hljótum að vera sami gaurinn
eða tvíburar... ha, ha, ha?
Skrifa ummæli