mánudagur

mér finnast börn ágætis fólk, þau hafa oft margt gáfulegt til málanna að leggja og vona ég að einn daginn verði ég þeirrar gæfu aðnjótandi að ala eitt eða fleiri svoleiðis stykki. hitt er svo aftur að barn nágranna minna finnst mér ekki sniðugt, þeim drjóla er ég ekki hrifin af því hann eða hún, hef enn ekki kynnt mér það nógu ítarlega gerir sér það að leik, daginn út og inn að stappa á gólfinu líkt og það þjáist að einhverjum stepp-sjúkdómi eða óheilbrigðum riverdance áhuga. þau búa sumsé fyrir ofan okkur og ef þau eru ekki að ryksjúga gólfið sitt í þúsundasta skipti þess dags er þetta fyrrnefnda afkvæmi þeirra að tröllríða gólfinu með fílshætti. mér er skal ég segja ykkur alveg hætt að lítast á blikuna...

fyrsti tíminn búinn. hann stóð yfir í nákvæmlega 11 mínútur sökum krankleika kennarans sem er spjátrungslegur indie-gaur og varla mikið eldri en ég... ekki að það sé neitt vandamál. hins vegar skoraði ég strax á sjálfa mig í smávegis veðmál um það hver af indie-stelpunum sem eru með mér í tímunum yrði fyrst til að sofa hjá eða byrja með kennaranum. bara svona til gamans og mér til dægrastyttingar... annars lofar þetta allt góðu og er mjög spennandi.

"highlighter" dagsins:
hallgrímur helgason reyndi að keyra mig niður með barnavagni í þingholtunum. hann baðst afsökunar og ég fyrirgaf.

5 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Eða bara farið upp og barið barnið með kústskeftinu...

Móa sagði...

held ég viti hver nýji kennarinn þinn er, heitir hann Björn?

Tinna Kirsuber sagði...

Jamm... En ég vil síður nefna hann á nafn hér svo ég verði ekki kærð eða þaðan af verra.

Ágúst Borgþór sagði...

Þú þarft að gæta þín þegar rithöfundar verða á vegi þínum.

Tinna Kirsuber sagði...

Hahahaha!!!