fyrir þau okkar sem ekki kjósum að vera peð-ölvuð á einhverjum sóða-bar í reykjarvíkurborg á þessu föstudagskveldi er ekki gerð tilveran auðveldari með dagskrá ríkissjónvarpsins. latibær og vetrarólimpíuleikarnir að ógleymdri rúsínunni í pulsuendanum, einhver væmin disney-mynd er það sem okkur er boðið uppá í kveld í sjónvarpinu. ég trúi ekki að það sé verið að NEYÐA mig til að borga í þessa stofnun... allt þetta efni samanlagt jafnar næstum út viðbjóðinn og óhugnaðinn sem teletubbies er.
ég á afmæli eftir 13 daga... eða eru það 12? allavega þá er það 9. mars og ég get ekki beðið. ég er svo fegin að hafa þetta til að hlakka til að þið trúið því ekki og svo fegin að vera svona einföld og barnaleg að hlakka enn til afmælisins míns. ég er m.a.s. að verða 27 ára. það er rosalegt! ekki í þeim skilningi að mér finnist það eitthvað hræðilegt, þvert á móti og alls ekki, mér finnst það frábært! en það er samt rosalegt og magnað af því að mér líður svo ekki 27 ára. myndin sem ég hef af 27 ára gamalli manneskju er ekki nálægt því að vera lík mér á neinn hátt. ótrúlega merkilegt! ég er ennþá bara tvítug í anda. og ég horfi á allt þróast og mig með... ég er búin að festa ráð mitt, vinir mínir hafa fest ráð sitt, keypt sér íbúðir, eignast börn, flutt til útlanda, farið í háskóla, horfst í augu við fortíðina, leitað ráða til að bæta sjálfið... allt þetta og við erum enn svo ung.
í gær þegar ég var að reyna að sofna fór ég að semja sögu í huganum til að skrifa ykkur í dag. hún var ótrúlega fyndin og eiginlega bara endursögn á áður rituðum viðburði. ég kímdi undir sænginni yfir eigin fyndni... en merkilegt nokk þá virðist ég einhvern veginn verða mun frjósamari í hugsun og sköpun þegar er liðið svona á nóttina heldur en á daginn því að þegar ég vaknaði í morgun, tilbúin að láta skopið flæða inn á veraldarvefinn var úr mér allur vindur og sagan var alls ekki lengur fyndin. en það er komið kvöld núna og mér farin að finnast sagan aftur fyndin svo ég er að hugsa um að skrifa ykkur hana. svo finnst ykkur hún kannski ekkert fyndin og ég er fáránlega glötuð...
allavega... þetta er þarna þegar ég fór seinast í sund. með móu, sumarið 2004. mér finnst persónulega dásamlegt að fara í sund, alveg yndislegt. ég á vel heima í vatni enda er ég í fiskamerkinu... átti reyndaar að fæðast eitthvað fyrr og vera vatnsberi en það skiptir ekki öllu, bæði hafa gaman af vatni. það bara öll þessi nekt sem ég á svo erfitt með að höndla, allir þessir allsberu líkamar saman í einhverjum risa klefa klæddum í hólf & gólf með skjannahvítum flísum og lýsingin gerir það að verkum að allir virðist frekar vera liðnir en lífs. dulítið svona eins og stemningin í auschwitz ímynda ég mér og eiginlega finnst. nema hvað, móu tókst að draga mig í sund þennan dag. ég ældi næstum af geðshræringu þegar ég var að tína af mér spjarirnar, reyndi að hylja nekt mína undir hel-kaldri sturtunni og stara ekki á aðra eða litlu börnin til að vera ekki sökuð um neinn viðbjóð. oní lauginni stóð á á sama stað allan tímann eftir að hafa fengið vægt taugaáfall við að þurfa að ganga svona hálf-nakin fram hjá ótal pörum af augum með líkömum oní vatni við suðumark. þegar varirnar á mér voru orðnar bláar og augun frosin í augntóftunum ákváðum við að fara uppúr og toppa svo allt saman með því að sápa okkur naktar fyrir framan annað fólk. ég var eins fljót og ég gat og fylgdi sömu reglum og í sturtunni fyrir sundlaugina, dreif mig svo fram þar sem ég gat þurrkað mig og upplifað viðbjóðinn þurran þegar konurnar æddu að mér úr öllum áttum allar útí píkuhárum og geirvörtum. og eins og þetta sé ekki nóg á viðkvæma sál lagt var mér starsýnt inní sturtuklefann í einhverju hugsunarleysi og stend þá auglitis til augitis við rauðhærða píku sem eigandinn var að snyrta alúðlega með einnota rakvél, rauðhærða píkan brosti til mín. sá hún ekki skiltið sem stendur á skýrum stöfum: RAKIÐ EKKI SKÖP YKKAR, HANDAKRIKA, RASS, FÆTUR NÉ NEITT ANNAÐ Í STURTUNNI!? og ég hef ekki beðið þessa dags bætur og til að bæta gráu ofan á svart þá kemur rauðhærða píka endrum og eins í pennann, og endrum og eins er ég að vinna en alltaf, ég segi ALLTAF brosir hún til mín. um mig fer hrollur, mér finnst á mér brotið. erum við saman í einhverju leynifélagi af því að mér varð á að bera hana augum á því augnabliki sem henni hugkvæmdist að raka af sér skapahárin í einhverju bríaríi? ég veit ekki...
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
tíhí man eftir þessari sundferð eins og hún hefði gerst í gær, var einmitt að gráta það í kvöld að komast ekki í alvöru sund...þannig að næsta sumar endurtökum við leikinn er það ekki?
Ég held nú síður!
Sagan vekur mér hrekar hrylling en bros.
Primal Fear er rétt að byrja og sú mynd réttlætir margt.
Þegar ég var tvítug ákvað ég að verða móðir 27 ára. Ég náði reyndar ekki að skríða í 25 en no regrets.
hrekar=frekar eftir tvo bjóra.
Skrifa ummæli