miðvikudagur

ég get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að láta taka hana dimmalimm mína úr sambandi. mér finnst það eitthvað svo ógnvænlegt að fara með barnið mitt í aðgerð til að láta rífa úr henni allt sem gerir hana kvenkyns og svo er ég dauðhrædd um að henni eigi bara eftir að líða illa á eftir. hvað skal gera...

12 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Geldum köttum líður yfirleitt vel.
Margir fleiri myndu vilja vera lausir við náttúruna.

Ljúfa sagði...

Láttu taka hana úr sambandi.

Tinna Kirsuber sagði...

Eins og hver Ágúst, Steingrímur Njálsson? - Já, ætli ég geri það ekki. Ég verð bara svo kvíðin yfir því, óttast að hlutirnir fari ekki vel. Ætli það sé ekki alltaf svona þegar maður er móðir eða ber móðurtilfinningar til einhvers...

Nafnlaus sagði...

Láttu gelda hana, henni líður bara betur af því, enginn að reyna að riðlast á henni, hún verður ekki ólétt og þarf þ.a.l. ekki að rembast við að fæða kettlinga. Ég held að henni finnist hún ekkert minni læða fyrir vikið. Kettinum mínum, sem er reyndar högni, leið ekkert verr eftir geldingu. Hann varð bara aðeins feitari og aðeins latari, hætti að nenna að hoppa inn um glugga og hóf að mjálma alltaf fyrir framan svala- eða útidyrnar þar til maður opnaði.

Ágúst Borgþór sagði...

Ég hef kynnst nokkrum geldum fressköttum og þeim hefur liðið betur eftir aðgerðina. Ég veit líka um mörg önnur karlkynsspendýr sem ættu við færri vandamál að stríða ef þeir væru í sömu sporum.

Móa sagði...

Mandla, litla skinnið okkar var geld.... hún var alltaf jafn skemmtileg og blíð. Ég man þegar við sóttum hana að ég fékk fyrir hjartað og fannst ég hræðileg manneskja smátt og smátt komst ég á þá skoðun að hún hlaut ekki mikinn skaða af og leið henni vel með okkur. Æjá ég sakna yndiskattanna okkar Mysings og Möndlu vonandi eiga þau gott líf núna.

Ösp sagði...

kem bráðum í borgina, hlakka ósköp til að hitta ykkur hjú... kósí kvöld, til í það? :)

Tinna Kirsuber sagði...

Til í það Öspin mín!!!

Nafnlaus sagði...

Eg hef heyrt ad laedur stundi villt kynlif. ss ad thaer missi ekki natturuna thannig ad thetta er bara hid besta mal

Tinna Kirsuber sagði...

Nú jæja, þá er ég ekkert að hafa áhyggjur. Guð forði mér frá því að taka þá ánægju frá barninu mínu.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Það er ekki bara móðurlífið sem gerir kvendýr að kvendýrum.

Tinna Kirsuber sagði...

Nei nei, ég veit það alveg. Þetta var bara svona... smá dramatík...