föstudagur
þegar þið horfið á barnið á myndinni hérna fyrir neðan, fariði þá ekki ósjálfrátt að brosa? ég fyllist einhverjum undarlegum hita í brjóstholinu og fæ kiprur í andlitið... hvað kalla þeir þetta fyrirbæri? gleði... piff... hvað er nú það? grín... en án gríns, ég fer bara að hlæja þegar ég horfi á þessa mynd, þessi hvítvoðungur er eitthvað svo glaður, einlægt glaður... óvar um vandræðin sem framtíðin ber í skauti sér... hvað er að mér? ég bara stenst ekki freistinguna að vera smá "morbit". aftur grín. þetta er krúttilegt barn og mér hlýnar án gríns í hjartanu þegar ég horfi á það... mig langar í barn. ætli þau fáist með einhverjum kremum... súkkulaðikremi? hmmm... þetta er ágætt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
"Morbid", ekki "morbit".
Kær kveðja -
Stafsetningarfasistinn
Já, einmitt... Ég skrifa þetta reyndar eins og ég skrifa það með vilja. Takk samt fyrir ábendinguna.
Mér finnst þú óforbetranlega krúttleg Tinna og haltu endilega áfram að skrifa "morbit" ;)
Skrifa ummæli