föstudagur

jeiiiiijjjjjj! ég er ekki lengur með giftum manni... nú er ég með fráskildum manni. en það er í engu síðra held ég... annars eiga allir þeir sem hafa þurft, þurfa eða munu þurfa að standa í skilnaði alla mína samúð, þetta er eintómt bjúró-kjaftæði og maus. eins og þetta sé ekki nógu erfitt fyrir fólk að standa í. skilnaðurinn sjálfur er einkamál tveggja einstaklinga og ætti, a.m.k. að mínu mati að endurspegla virðingu og heiðra minninguna um að einu sinni voru tvær manneskjur ástfangnar. en svona er nú það...

2 ummæli:

Dilja sagði...

greinilegt að skilnaður tekur líka rosalega langan tíma...

ps. elska bloggið þitt tinna, þar hefur þú það:)

pps. ég er einmitt að vinna í því að vera neikvæðari þessa dagana, stundum virðist sem fólk taki meira mark á neikvæðum og gagnrýnum commentum. Eins leiðinlegt og það nú er. Fólki finnst jákvætt fólk bara shallow.

ó þessi heimur... fullur af rugli!

Tinna Kirsuber sagði...

1. Já, þegar "sumir" (ekki örn... ohh, nú fer ég til helvítis) eru ekki beint að drífa sig...

2. Takk kærlega, það finnst mér mjög gaman að heyra.

3. Það er djöfullega leiðinlegt að vera neikvæður, og fólk tekur ekki meira mark á manni þá, láttu mig þekkja það. Það spilar reyndar inní að enginn tekur fullorðið fólk alverlega sem er fúllynt, neikvætt og talar eins og strumpur...

En takk fyrir gott komment! :D