miðvikudagur

það á ekki af manni að ganga... nú er ég komin með blússandi þvagfærasýkingu (afsakið ef þetta eru of miklar upplýsingar), vaknaði þannig í gærmorgun og ef þetta er mig ekki lifandi að drepa þá veit ég ekki hvað, ég get varla setið á stól án þess að engjast um af kvölum. þeir sem hafa fengið þvagfærasýkingu vita hvað ég er að tala um, þetta er nánast óbærilegt. allavega átti gærdagurinn að vera dagurinn sem ég myndi taka á öllu mínu til að rífa mig uppúr lundarþunganum, reyna að sigrast á þreytunni sem fylgir lundarlyftunni og hella mér útí lærdóm og skóla sem hefur því miður þurft að lýða fyrir veikindin undanfarið. ég er blessunarlega með ákaflega skilningsríka og indæla kennara sem sýna mér einstakt vægi í ljósi ástands míns. en, svo fór sem fór og eins og áður sagði vaknaði ég með óbærilegar kvalir í gærmorgun, daginn sem ég átti að vera að fara í próf í kvikmyndafræði... talandi um slæma tímasetningu. ég þurfti að senda kennaranum langt e-mail og útskýra fyrir honum stöðuna og allan tímann var ég í kvíðakasti yfir því að hann myndi bara halda að ég væri lygasjúklingur og aumingi sem nennir ekki að læra. en fyrir náð og miskunn einhvers góðs sýndi hann aðstæðunum fullan skilning og ég þarf ekki að taka prófið fyrr en mér er batnað en það ætti að fara að gerast í dag eða á morgun, byrjaði á lyfjum áðan. annars fór ég til læknis í gær útaf þessu og eins og margir vita er mér meinilla við þá starfsstétt, þetta eru allt meira og minna einhverjir fávitar sem nenna ekki að sinna vinnu sinni og taka aldrei mark á neinu sem maður segir þeim og láta mann bara fá pensilín þó að augljós einkenni bendi til þess að maður sé að deyja úr krabbameini... eða þannig, ég er aðeins að ýkja... heimilislæknirinn minn er í fríi, gluði sé lof því hann er sá allra versti sem ég hef á ævinni rætt við. ég get ímyndað mér að hann sé í heilsubótafríi því ef að einhver mannvera fyrir utan mig er þunglynd þá er það heimilislæknirinn minn. þannig að ég fékk þann sem leysir minn lækni af og loksins hitti ég lækni sem talar af einhverju viti, sem fer ekki í keng bara af því að það sem amar að manni er fyrir neðan beltisstað. hann var svona hæfilega ópersónulegur en útskýrði samt allt af mjög mikilli alúð þannig að loksins veit ég nákvæmlega hvað þetta er sem er að angra mig þarna niðri... þetta heitir hveitibrauðssýking og ég ætla ekki að útskýra það frekar, þið verðið bara að geta inní eyðurnar. allavega fá konur þetta stundum og það er alveg eðlilegt en bara óbærilega sársaukafullt á meðan á því stendur. og til að rannsaka þetta betur, til að útiloka blöðrubólgu sem getur orðið afleiðing þessarrar sýkingar þurfti ég að þrauka þangað til í dag með að taka lyfin. og ég þraukaði en við brunuðum líka útí apótek í morgunsárið af því að ég var að farast, bókstaflega að farast. og nú er ég búin að taka lyfin og ligg hér og bíð og vona eftir því að þau fari að virka, helst á ljóshraða.

5 ummæli:

Ljúfa sagði...

Ég vorkenni þér hrikalega.

Tinna Kirsuber sagði...

Nei nei, það er alger óþarfi en takk samt kærlega. Þetta hlýtur að fara að lagast.

AnnaKatrin sagði...

get ekki setið hjá mér að deila reynslu minni varðandi hveitibrauðsdagadæmið...
trönuberjadjús í tonnatali, vatn í tonnatali (þá allaveganna hefur maður etthvað til að kreista úr sér), og síðan punkturinn yfir i-ið: að reyna að komast hjá því að eitthvað, t.d. typpi, beri lífverur/bakteríur frá endaþarmi til kynfæra.
Síðan ef þú ert á grænu línunni varðandi meðhöndlun, þá læt ég stundum einn dropa af hreinni lavenderolíu í innlegg í nærbuxurnar. En sú olía getur verið mjög sterk, þannig að 1 dropi er alveg nóg, gæti jafnvel sviðið. (Lavender róar m.a.). Síðan luma ég líka á ilmkjarnaolíublöndu í setbað ef allt er að verða vitlaust þarna...
Þetta er pirrandi. En þetta líður hjá. Gangi þér vel.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk heillin :D

Ljúfa sagði...

Ég vorkenni þér bara víst, svona þvagfærasýkingar eru hrottalega sárar.