á laugardaginn fórum við í bónus og versluðum fyrir tuttugu manna afmælisveislu, með mér og erninum og tveimur börnum meðtöldum (ekki okkar), eða það sem ég hélt að myndi verða tuttugu manna afmælisveisla... við eigum ekki mikla peninga um þessar mundir, eiginlega enga sem má eyða en gátum þó verslað í ágætis veislu fyrir tæpar 5000 krónur þar sem boðið yrði uppá fylltar tortilla pönnukökur, heitan saumaklúbbsrétt með skinku & aspas, franska súkkulaðiköku (líka til að kata systir sæi að ég gæti gert hana) og vöfflur af því að mamma og pabbi gáfu okkur vöfflujárn í jólagjöf.
útaf þunglyndinu og lyfjunum hef ég ekki verið uppá mitt besta seinustu vikur og jafnvel mánuði og þá reynir kannski á þolrif þeirra sem standa mér næst. ég er ekkert leiðinleg við neinn eða andstyggileg, ég er bara ekkert sérlega félagslynd og finnst best að vera bara ein í þessu ástandi af því að ég hef enga sérstaka ánægju af því að íþyngja fólki með þessu (bloggið er dagbókin mín). ég fer ekki útá djammið, þó þess virðist þurfa til að ákvarða einhverja fáránlega stöðu innan samfélagsins, af því að ef ég drekk áfengi líður mér ekki vel og ég viðurkenni fúslega að edrú nenni ég ekki að djamma. auk þess gera lyfin mig afskaplega þreytta á líkama og sál og ég er bara að bíða og vona að því helvíti fari að ljúka og líkaminn taki lyfin sem fyrst í sátt. en það þýðir ekki að mér þyki ekki vænt um fólk, vini mína og ættingja og þar sem að ástand mitt undanfarið hefur ekki boðið uppá mikið langaði mig til þess að halda þessa afmælisveislu og bjóða flestum þeim sem mér eru mjög kærir, bara til að sýna þeim að ég elski þau og ég er enn hérna þó ég sé kannski ekki "miss jolly" á barnum.
á sunnudeginum afboðuðu ættingjarnir sig. þannig er það í minni fjölskyldu, hvort sé það hinu eða öðru megin. enginn mætir í veislur, á myndlistaropnanir eða neitt slíkt og eru í alla staði frekar lélegir í að halda sambandi, ég fría mig ekki undan þessu, ég er engin undantekning. ég tók það samt dáldið nærri mér en ákvað að láta það ekki skemma veisluhöldin, ég get hvort sem er ekkert kvartað þegar ég er nákvæmlega eins. eftir vinnu, kl. 17 æddi ég heim til að hefja undirbúninginn því veislan átti að hefjast kl. 20. ég stóð sveitt í nákvæmlega þrjá tíma við bakstur, eldamennsku og allt og það mættu tveir gestir kl. 20. uppúr níu mættu svo nokkrir fleiri en þeir höfðu fram að því setið á bar og restin afboðaði sig, en þá var ég aktúelt grenjandi inní herbergi yfir þessu öllu saman.
og í dag er ég ótrúlega yfirgengilega leið yfir þessu öllu saman en velti því þó fyrir mér innst inni hvort ég eigi þetta ekki bara skilið... kannski getur maður ekki beðið fólk um umburðarlyndi og á þess vegna ekkert að vera að væla. mig langaði bara svo ótrúlega mikið til að gera eitthvað fallegt fyrir þetta fólk, svo þau viti, eins og ég skrifaði áðan að ég sé hérna ennþá og þyki vænt um þau þó ég sé ekki alveg með sjálfri mér. svo þau gefist ekki upp á mér og yfirgefi mig ekki endanlega. ég er að flestu leiti þroskuð manneskja með skilning á flestu því sem er í umhverfi mínu og ég held ég sé ágætlega vel gefin en tilfinningaþroski minn er á við lítið barn og það er óþolandi. það gerir það að verkum að svona hlutir særa mig djúpu sári þó ég hafi kannski engan rétt á því að vera særð.
p.s. kæru óvinir, ekki hlæja að þessu.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
úff, elsku tinna mín, ég skil þig ósköp vel. í þau örfáu skipti sem ég hef boðið fólki heim hefur það yfirleitt ekki skilað sér fyrr en tveimur tímum síðar, og það að sitja einn og bíða eftir gestum, með fullt borð af kökum eða fordrykkjum er einhver sorglegasta aðstaða sem maður kemst í. þó svo að fólk meini ekkert með þessu, það er yfirleitt bara lengi að taka sig til eða utan við sig og einhvern veginn eru óskrifaðar reglur að enginn komi á réttum tíma. samt getur maður sjálfur ekki gert ráð fyrir því að fólk mæti ekki fyrr en 2ur tímum eftir áætlun og því er maður dæmdur til að sitja og bíða, ekki getur maður farið í bíó eða út í búð ef einhver gestanna skyldi bregða út af vananum og mæta bara hálftíma of seint. maður verður bara að reyna að muna að fólk meinar alls ekkert illt með þessu, að vinum manns þykir ósköp vænt um mann og reyna að taka þetta ekki inn á sig. having said that verð ég þó að viðurkenna að mér hefur ekki tekist það hingað til.
æltaði líka að segja hversu ótrúlega fínt þetta var allt saman hjá þér í gær, ég hef aldrei á ævi minni smakkað jafn góða súkkulaðiköku :-) ástarþakkir fyrir afmælisgjöfina!
guð ég fæ stingí hjartað við að lesa þetta!!
held samt að allir hafi lent í þessu um ævina.. í haust hélt ég uppá afmælið mitt í danmörku með kökuboði og bauð 6 gestum.. (þekkti nú ekkert alltof marga þarna úti og bauð bara nánustu)..
3 mættu ekki af því þeir voru of þunnir til að mæta!!
það er meeeega svekkjandi og maður verður mjög sár og lítill í sér
Þetta þykir mér nú bara forkastanlegt. Afmæli eru heilög, eini dagur ársins sem maður á einn og alla athygli skylda. Elsku Tinna mín ég trúi því að fólk hafi nú ekki meint íllt og óheppni hafi ráðið því að svona margir hafi afboðað sig. Ég hefði viljað koma og myndi gjarnan vilja hafa þig við mína hlið á mínu afmæli. En nú er ég stödd í Dublin sem er dásamleg borg og við litla familían hugsum mikið til þín eins og alltaf því þú ert geimsteinn. Liebe Móa.
Get huggað ykkur við að svona vandamál hverfa þegar maður verður miðaldra og ráðsettur, með börn og tilheyrandi. Þá mætir fólk aldrei tveimur tímum of seint í afmæli hjá manni og vinir manns eru ekki lengur fólk sem hangir á börum á kvöldin. Þetta er svona vandi sem hverfur með árunum og kannski ein af fáum ástæðunum til þess að hlakka til þess að eldast.
Synd að fólk skyldi ekki sjá sóma sinn í að gleðja þig eftir alla þína fyrirhöfn.
Til hamingju með afmælið þann 9.
ég þakka fyrir kökuna sem ég fékk senda heim til mín ótrúlega góð og svo fékk ég líka óvæntan glaðning,,,
tusund takkir
og tilhamingju með afmælið eftir á
obba
ég er nú ekki alveg að skilja þessa umræðu hérna,ég var að vinna til ca 9 og kom síðan beint.Og gulli kom aðeins of seint að sækja strákana og svo voru þeir lengi að pakka inn áður en þeir komu.voru bara a bar fyrr um daginn.Þetta var ótrúlega huggulegt og kósí og gaman að hittast og svo eru bara allir að vorkenna þér fyrir þessa krappí vini...veitingarnar voru ruglí bull góðar og svo komu allir með pakka og þetta strækar mig nú bara sem hálfgert vanþakklæti.Ein manneskja var of þunn til að mæta skilst mér og önnur með flensu.Ég er móðguð afþví ég skil ekki þessa dramatíseringu á mjög huggulegu kaffiboðsafmæli..kata
Ég nenni ekki að rífast í kommentunum eða að reyna að réttlæta hvernig ég tók þessu, kannski var það rangt og kannski ekki en engu að síður vissi ég ekki að þú hefðir verið að vinna. Kv.
Skrifa ummæli