mánudagur

það er of langt í skólann og ég verð að kaupa mér eitthvað orkuvítamín. ég er með dúndrandi hausverk og nefið á mér og allur líkaminn "for that matter" er frosinn. og ég er svo þreytt að það er bara tímaspursmál uns það fer að blæða úr augunum á mér... ég vaknaði klukkan fimm í morgun, það er nýjasti tíminn og var vakandi til hálf sjö. klukkan sjö hringdi vekjaraklukkan. vitiði hvað það er ógeðslega viðbjóðslegt að vakna svona þegar það er ekki alveg hánótt en samt er of snemmt að fara á fætur? maður byrjar á því að glaðvakna, svo liggur maður og liggur og reynir og reynir að sofna aftur og það tekst ekki fyrr en seint og síðar meir og hálftíma seinna hringir klukkan og þá er maður svo yfirgegnilega búin á því að ég á ekki til orð. það er fátt jafn ömurlegt og andvökur, það setur allt um koll. ég hef doldið verið að velta því fyrir mér að kaupa ginseng, hef aldrei reynt það en svo heyri ég svo misjafnar sögur af því og það er allt ýmist í hæl eða hnakka, ég veit ekki hverju ég á að trúa. mig vantar, mig bráðvantar eitthvað svona sem hjálpar manni að vera sprækur og vakandi með fulla athygli. annars á ég bara eftir að falla í skólanum... ég trúi ekki að ég sé að leggja þetta á mig, ég finn ekki fyrir neinni sérstaklega aukinni gleði, eða jú, kannski pínu núna en nánast það eina sem ég hef uppskorið af þessum þunglyndislyfjum hingað til eru líkamlega neikvæðir hlutir og nú er ég búin að vera á þeim síðan 19. janúar... ég sé núna að það eru bara tveir mánuðir... ég er óþolinmóð. þetta tekur alveg nokkra mánuði en mig vantar samt eitthvað á meðan til að hjálpa mér... það er mjög skrýtið að liggja hérna í einhverju móki en vera samt alveg ótrúlega glaður. kannski eru þau að byrja að virka eitthvað...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko...!
ég myndi kaupa mér Spírulínu, það alla vegana þrælvirkar á mig! Bara svona með hinum vítamínunum.