mánudagur

ég elska veðrið eins og það er í dag...

... það á víst ekki að liggja fyrir mér að taka þetta blessaða próf í kvikmyndafræðinni eins og hefur vafalaust ekki farið fram hjá ykkur að var á döfinni, það átti sumsé að vera í dag. í fyrsta lagi er mér tvisvar sinnum búið að takast að vera veik, fyrst vegna geðveilu (í fyrsta lagi) og svo útaf þessu þarna rugli, blöðrubólgu, þvagfærasýkingu, hveitibrauðssýkingu (í öðru lagi) eða hvað þið nú viljið kalla það. svo lærði ég eins og ég gat í gær, vaknaði eldsnemma í morgun og lærði meira, mætti svo uppí skóla með hjartað í buxunum til þess eins að komast að því að stofan sem ég átti að taka prófið í var tvíbókuð og ég þurfti að víkja. fjöldinn vinnur alltaf... kennarinn var í öngum sínum yfir þessu, hélt líklega að ég væri á leiðinni að fara að grenja eða fá eitthvert geðveilukast af því að ég sagði honum að þetta væri nú ekki beint til að slá á stressið, svona vitleysisgangur og hann veit náttúrulega að ég geng ekki heil til skógar eins og allir kennararnir mínir. en ég er bara hreint ekkert óánægð með þetta ykkur að segja... prófið verður í staðinn eftir viku og ég get þess vegna lært þeim mun meira. þetta er það sem þeir kalla í henni hollywood "a win win situation" eða "helvíti gott" eins og gulli minn myndi segja... þegar ég sagði kennaranum þessa niðurstöðu mína virtist hann þó hafa mestar áhyggjur af því að ég myndi bara lesa yfir mig. það fannst mér nú voðalega fallegt af honum... en mér er þá ekkert til seturnnar boðið, ég held bara áfram að læra. exem- og svertingjakonusögurnar verða að bíða betri tíma.

p.s. ég veiti þeim vegleg fundarlaun sem getur skottast fyrir mig norður í svarfaðardal og sótt manninn minn. helst strax!

Engin ummæli: