miðvikudagur
í dag á hún birta besta skinn besta vinkona afmæli og til heiðurs því ætla ég að vera skynsöm að birtu sið og læra þangað til að heilinn á mér byrjar að vella útum eyrun á mér... eða þangað til ég tek lundarlyftuna og sofna vært undir bleiku sænginni minni. birta er akkerið mitt í lífsins ólgusjó ef ég á að gerast háfleyg... hún er í það minnsta ein af mjög fáum manneskjum sem skilur fullkomlega útá hvað ég geng, veit hvenær þarf að leiðrétta mig, styður alltaf við bakið á mér og segir mér sannleikann þó hann sé sár. þannig eiga bestu vinir og sannir vinir að vera... þeir endurspegla manns bestu hliðar en eru jafnframt andstæðurnar við okkar helstu göllum og bæta mann þ.a.l. upp. til hamingju með daginn elsku birtan mín!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli