miðvikudagur

eins og ríkisstjórnin og heilbrigðiskerfið er réttarkerfið í þessu landi rotið inn að rótum... á bls. 2 í fréttablaðinu í dag er lítil hliðarfrétt sem segir af manni sem fékk eins árs fangelsi fyrir að nauðga konu sem og að þurfa borga 914 þúsund, þar af 500 þúsund til fórnarlambsins og restin í sakarkostnað. er ekki eitthvað rangt við þetta? þetta er svo svívirðilegt að það er með ólíkindum að þessu sé troðið í örugglega eitt mest lesna dagblað landsins. en myndum vér, íslendingar einhvern tímann gera eitthvað í svona yfirgengilega sýnilegri nauðgun á öllum þegnum þessa lands? eru ekki mótmæli í dag kl. 17 til 17:45 fyrir utan stjórnarráðið? verða ekki alveg örugglega kaffi og kökur? þetta er það sem einkennir íslenskan almenning... á meðan enginn abbast uppá mig eða mína skiptir ekkert máli, svo framarlega sem að ég næ splash tv í kvöld á sirkus... þetta er viðbjóður og ógeðslegt og engin orð geta lýst sorg minni og hneykslan yfir þessu en ég efast þó að mínar tilfinningar geti miklu um þetta breytt. geta dómarar virkilega horft framan í fórnarlömb nauðgana eða annars níðingsháttar og kveðið svona svívirðilega óviðunandi dóma yfir mönnum sem fremja einn versta hugsanlega glæp sem um getur... þetta getur ekki leitt neitt gott af sér. mér er skapi næst að óska þess að fólkinu sem að sér um ákvarða þyngd dóma í þessu landi þegar kemur að kynferðisglæpum verði sjálfu nauðgað sundur og saman svo það fái að kenna þess hvernig það er fyrir manneskju þegar það er búið að traðka á öllu hennar sálarlífi og tilfinningum og brjóta á henni á versta hugsanlega hátt sem og að særa hana líkamlega. nauðgunarfórnarlömb jafna sig seint ef nokkurn tímann og ekki gerir réttarkerfi íslands þeim það auðveldara svo ég tali nú ekki um börn sem verða fyrir því að vera misnotuð kynferðislega af manneskjum sem þeim er tamið að treysta. ógeðslegu hægri sinnuðu fasistar, þið hrjótið bara af því að bláa höndin fróar ykkur í svefn á kvöldin!

3 ummæli:

Ljúfa sagði...

Þarna hittirðu naglann á höfuðið.

Nafnlaus sagði...

fylltu út umsókn á am.is og getur líka hengt cvið við hana..ef þú ert ekki búin að því -gott múv:)kv, catmaster2000

Tinna Kirsuber sagði...

takk beibí!