þriðjudagur

ég hef ekki setið auðum höndum í dag þrátt fyrir þunglyndispúka... ég neita að láta þetta helvíti stjórna lífi mínu alfarið, nú þegar veltur nógu mikið á þessum andskota. ég er með hjálp internetsins búin að sækja um vinnur á u.þ.b. 10 - 15 stöðum og ég er búin að prenta út fallegu ferilskrána mína sem ég ætla að dreifa á morgun vítt og breitt í hundraðogeinum. þura góða ætlar að koma með mér og "halda í hendina" á mér... gott að eiga góða vini en hún fær nú líka súkkulaðiköku að launum, hún og krílið. sjáiði!... það margborgar sig að hjálpa þeim sem minna mega sín. ég hef auk þess tekið til í kotinu okkar í dag með öllu tilheyrandi en í því felast m.a. rúmfataskipti, uppvask og þ.h. skemmtilegt, sett í tvær þvottavélar sem og baðað líkamannn á meðan frönsk súkkulaðikaka bakaðist í ofninum. í kvöldmat ætla ég að hafa spælegg og steiktar pulsur eða pylsur með bökuðum baunum. sú franska verður í eftirrétt og þura fær svo afganginn á morgun... ég get vel ímyndað mér að ykkur langi til að eiga mig fyrir konu en ég er því miðu bókuð út ævina. held ég og vona a.m.k....

svo er það bara sumarbústaðurinn á föstudaginn. ég get ekki beðið ég hlakka svo til. ég ætla að slappa fullkomlega af og marinera í heita pottinum, hugsa um EKKI NEITT og þvert á móti að vera stressuð og með áhyggjur. líklegast mun ég líka eta ótæpilega og lesa myndasögur sem hafa setið ósnertar síðan ég byrjaði í HÍ í haust. gluði sé lof að það er næstu helgi en ekki eftir tvo mánuði, tvær vikur og tvo daga eins og amsterdam... mig langar bara til að komast burt og hreinsa hugann.

Engin ummæli: