þriðjudagur


það stýrir örugglega ekki góðri lukku að byrja daginn á því að skæla... djöfuls andskotans! blíðan endist alltaf alltof stutt og í morgun vöktu mig svartsýnispúkinn og systir hans neikvæðnin. þetta er bara mjög "venjulegur" kvíði... kvíði yfir hlutum sem að annað fólk verður ekki kvíðið yfir. ég reyndar neita að trúa því en þetta er samt alltaf ýktara hjá mér... árans leiðindi og erfiði. og verst þykir mér að vera ein með þessu... ef bara einhver gæti leitt mig í gegnum næstu tvo daga þá gæti ég gert allt sem ég þarf að gera... það ætti að vera til staður sem að leigir út gott fólk til að vera með kvíðasjúklingum þegar þeir þurfa að sækja um vinnur og tala við bankann sinn. ég veit samt að ég get þetta alveg ef ég tek bara eitt í einu og læt ekki eitthvað brjálæði yfirtaka huga minn og sál.

ein glæta við daginn í dag er þó sú að strákarnir mínir fara í spilun. shadow parade sem munu verða fyrsta hljómsveitin til að fá nóbelsverðleun fyrir plötu.

1 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Já, til lukku með að komast inní skólann... Við "sækópatarnir" verðum að standa saman og deila reynslum okkar og dögum :)