og þá er þetta búið! mér til lifandi skelfings ósköp mikillar ánægju... og ég keypti mér sléttujárn á 1.695.- mér finnst það ansi vel sloppið. ég keypti mér líka jarðaberjafreyðivín sem ég hef síðan ekki lyst á, ég nenni ekki að baka franska súkkulaðiköku, ég fann ekki ben & jerry´s í bónus þannig að ég keypti mér bara vanilluís og hersey´s súkkulaðisósu... ekki síðra held ég. ég keypti ól á skaða sem reyndist svo vera hvolpaól þannig að hún er alltof stór og ég er ástfangin af kjól sem ég hef ekki efni á að kaupa og finnst það rosa sárt.
mér gekk ótrúlega fáránlega vel í prófinu. ég gat svarað öllu sem kom mér frekar mikið á óvart af því mér fannst ég hafa lært svo illa fyrir það. svo þessi saga endaði allavega vel... skulum við vona. en nú vantar mig bara vinnu.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Til lukku með próflokin! Svanhildur
Takk :D
til hamingju elsku tinna mín með að vera búin með prófin! ég er ekki byrjuð!!!! stressið farið að gera vart við sig!! Jesúspétur! en allavega til lukku ljúfust!! :)
Takkí takk :)
Til hamingju Tinna, búin að standa þig eins og hetja. Sjáumst í Júlí;)móa
Skrifa ummæli