þriðjudagur
hér sjáiði nýja símann minn... ég get lítið talað um hann enda hef ég ekki haft tækifæri á að kynnast honum enn en á því verða brátt gerðar bætur. ég ætla líka að brydda uppá nýjung og lesa leiðarvísinn í þetta skiptið áður en ég fer að hamast á tökkunum. það verður erfitt en ég ætla að gera það... úff! ég elska nýja síma. ELSKA... svo er hann keyptur á svona léttkaups-greiðslum ef einhver er að velta því fyrir sér hvernig manneskja sem gerir lítið annað en að væla yfir fátækt hafi efni á svona "fansí-pansí" nýtísku síma. í mínum huga þýðir það að hann var ókeypis og ekki orð um það meir... bara smá aur af símreikningnum í nokkur skipti og þá er þetta komið. ég reyndi annars að sannfæra símafólkið að hinn síminn hefði bókstaflega gefið upp öndina eftir bara eitt ár til að reyna að græða hinn ókeypis en þau sáu við mér. það er erfitt að fela það þegar það er búið að taka brjálæðiskast á farsíma... rífa af honum on/off takkann og troða borðhnífi lengst inní hann. hvað get ég sagt... ég er blóðheit og kann því ekki þegar ársgömul tæki bila uppúr þurru.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Innilega til hamingju med simann! Eg er buin ad lata mig dreyma um svona sima i nokkrar vikur nuna og eg samgledst innilega :D
Takkítakk :D
Skrifa ummæli