þriðjudagur

tónleikarnir á sunnudaginn voru hreinn unaður að hlýða á og ég sá ekkert af ykkur þar bölvuðu einkalífs-annarra-lestrar-slepjurnar ykkar! en það er nú verst fyrir ykkur, ekki mig... ég fékk hroll og gæsahúð og tár í augun og ég bara veit ekki hvað og hvað. prinsinn minn er að sjálfsögðu snillingu á gítar, þetta leikur í höndunum á manninum eins og smér... líka vér. HAHAHAHHAHA! og kristjana olli mér engum vonbrigðum, þvert á móti þá sannfærðist ég enn frekar í þeirri skoðun minni að ef móðir jörð hefði rödd þá myndi hún hljóma svona. eins og kristjana. og svo tók öspin litla tvö lög með móður sinni... og hvílík "harmonía"... ef það væri ekki svona ósmekklegt að gapa og hvað þá í kirkju hefðu kjálkar mínir endað í gólfinu. þær hljóma unaðslega saman. UNAÐSLEGA! á það get ég ekki lagt nægilega áherslu. þið verðið bara að taka mig trúanlega og komast í tæri við þessa undrahljóma. þið verðið! eftir tónleikana fórum við á kaffi óperu að borða þar sem enginn réttur kostar minna en 4.500 kr. reyndar er vel útilátið og maturinn mjög góður og auk þess er þarna live-skuggabjalla á skemmtara allt kvöldið. hann tekur skemmtilega 90s slagara sem ylja manni um hjartaræturnar... (flest hérna í seinustu tveimur setningum er mjög mikil kaldhæðni og stórlega ýkt. nema þetta með 4.500 króna matinn, það er satt). en ég hafði allavega aldrei áður komið á kaffi óperu, ekki nema þá í einhverju annarlegu ástandi því forstofan þar hringdi skuggalega mörgum bjöllum án þess að ég gæti sett á það fingur, það var skemmtilegt fólk með okkur, góður matur og þetta kostaði okkur ekki krónu svo ég veit ekki hvað ég er að væla yfir verðinu...

í gær var ég og við óttalega löt. gerði ekki handtak nema þarna þegar ég vaknaði rétt uppúr átta og leiddist svo ég dundaði mér í dágóða stund við að þrífa gluggana, innan sem að utan, setti hillupappír í gluggakistuna þar sem kertavaxið er eftir að ég hafði reynt að skafa það burt í dágóða stund. það er svo að leigusalinn sjái það ekki en haldi þess í stað að ég sé sérlega smekkleg og gamaldags... hann er að koma í dag og ég er ægilega stressuð útaf ávítunar-ótttanum. er alltaf svo hrædd um að verða skömmuð af því að fullorðið fólk og aðrir fá "kikk" útúr því að ávíta mig... veit ekki afhverju. ég gekk líka um íbúðina með rúðuúða en hann virkar á alla bletti og leitaði uppi torkennilega slettur sem hafa smátt og smátt gert sér ból á veggjunum okkar. í morgun tók ég síðan all svakalega til, skipti á rúminu, ryksaug, þurrkaði af og brenndi reykelsi eins og hindúi svo að það sé góð lykt inni hjá okkur. ég veit ekki hvað meira ég get gert, maðurinn hlýtur að elska okkur.

og getiði hvað ég er ekki búin með??? já! RITGERÐINA!!! fjandinn hafi það hvað mér gengur þetta illa og ég er að fara í fyrsta prófið á laugardaginn og ég er að fá blóðtappa af stressi. ég hef auk þess komist að því að bókin sem ég á að skrifa ritgerðina um er alveg vita gagnslaus, illa þýdd og öll einhvern veginn sett upp í fljótfærni... ég skil varla greinarnar í henni og ekki er ég slæm í íslensku held ég. ætli maður geti skrifað það í ritgerð um bók? að bókin sé bara óttalega mis eitthvað... en að nöldra yfir því í sjö blaðsíður á eftir að verða skrautlegt. ég skrifa bara: ?því miður sé ég mér ekki fært um að skrifa ritgerð um þessa bók, svo léleg er hún. það er fyrir neðan virðingu mína og vitsmuni að eyða tíma í svona vitleysu og mælist ég hér með til þess að ég fái að endurþýða þessa bók svo að enginn nemandi þurfi nokkurn tímann að finna sig í sömu sporum og ég er nú í. með vinsemd og virðingu, tinnbert ævarsson............. nei, bara að grína, hún er ekkert svo slæm en hún er samt án skops frekar illa þýdd og einhvern veginn erfið viðureignar þrátt fyrir að innihaldið sé alls ekki svo torskilið: kvikmyndastjörnur. en nú ætla ég að reyna að gera eitthvað af viti.

6 ummæli:

HTB sagði...

Kannski get ég minnkað áhyggjurnar hjá þér. Þar sem ég kenni þarna upp í Háskóla er það reynslan mín að einkunn fyrir ritgerð er komin strax á þriðju síðu. Allt það sem á eftir kemur breytir ákaflega litlu.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk kærlega!

Nafnlaus sagði...

Hvaða bók er þetta?

Tinna Kirsuber sagði...

Þori ekki að segja það ef þú ert þýðandinn...

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki þýðandinn. Og ef ég væri það þá hefði ég gott af því að heyra þetta ;)

Tinna Kirsuber sagði...

Jæja þá... Þetta er greinasafn með þýddum greinum eftir nokkra kvikmyndaspekúlanta og þýðingarnar voru í höndum Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur. En bókin heitir einfaldlega Kvikmyndastjörnur og er úr nýjum bókaflokki sem kallast Sjöunda listgreinin.