miðvikudagur

úff... ég er full. horfði á bræður mína þjóðverja sigra pólverja í HM áðan eftir fremur viðburðalausan fótboltaleik. ágætt að verða fullur yfir því.

reyndi svo að vera vinsamleg við fyrrverandi frú eldjárn eftir að blessuninni hugkvæmdist að hringja í örninn minn bæði á föstudags- og í gærkveldi... engum til neins nema armæðu. bað hana vinsamlegast um að bera virðingu fyrir sambandi mínu og arnarins sem og að ég óskaði henni aldrei neins nema góðra hluta. hún trúir mér líklega ekki eða þá að hún hatar mig af því að spottaði gimsteininn sem hún ataði auri því hún sendi mér sms til baka þess efnis að hún bæði sig vinsamlegast frá frekari sms sendingum frá mér. ekki verður á allt kosið í veröld vorri... það geta ekki allir elskað mann.

en ég elska örninn minn og hann elskar mig. meira þarf ég ekki...

8 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Mér finnst að þið eigið líka í sameiningu að elska Oliver Neuville. - Kærar HM-kveðjur frá Laufásvegi.

Móa sagði...

Borðaði kirsuber í gær og hugsaði til þín...

Nafnlaus sagði...

Hva, bara alltaf full og timruð... ;o) Livin´ la vida loca!

Nafnlaus sagði...

Furðulegt ef þú værir örugg í þinu sambandi hvað þú þarft alltaf að blogga um ef fyrverandi hefur samband Eins og þig vanti að upphefja þig á hennar kostnað.. Furðulegt hvað þú bloggar mikið í mótsögn við það sem þú lætur oft útur þér hér.
Vondi ferðu að verða öruggari með þig og þína og lætur það utanaðkomandi hætta að hafa áhrif
Kveðja frá
Ókunnugum lesanda sem hefur fylgst með blogginu þínu í dulítinn tíma.

Tinna Kirsuber sagði...

Ég skil ekki alveg þessa setningu: "Furðulegt hvað þú bloggar mikið í mótsögn við það sem þú lætur oft útúr þér hér"... Er "hér" ekki líka bloggið? Og ef ég væri að upphefja mig á hennar kostnað myndi ég leggja mig fram við að tala illa um hana hér og við fólk, sem ég geri ekki og dettur ekki til hugar að gera þó ég grípi til kaldhæðinna athugasemda eða yfirlýsinga til að gera hlutina aðeins auðveldari. Og það er rétt hjá þér, auðvitað er ég ekki örugg enda er ég mjög óörugg manneskja og ég á mjög erfitt með að fólk haldi slæma hluti um mig sérstaklega þar sem það er EKKI ÉG sem vill ekki að hún, þessi fyrrverandi hafi samband. Skemmtu þér áfram yfir lestrinum eða hvað sem þú gerir en þú ættir þá að vita að þetta er dagbókin mín og þannig skrifa ég hér. Kv.

Nafnlaus sagði...

Mér þykir bara fyndið hvað þú ert alltaf að skrifa um hvað þú ert góð og yfirveguð stelpa, sem passar sig svo að tala ekki illa um fólk en síðan ertu að láta barnaskap þinn í ljós með því að skrifa um annað fólk. En svona virkar víst heimurinn í dag. Netið er vetvangur fólks til að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað. En þetta er þín dagbók og þú opinberar hana fyrir almenning.. Þannig að í leiðinni ertu að gefa fólki skotleifi á þig ;)
En vonandi lagast óöryggið þitt því það er vont að lifa í því.
Kv
Ókunn.

Tinna Kirsuber sagði...

Þú veist bara alltof lítið um mig og mitt líf til að geta haft nokkrar skoðanir og ég nenni satt best að segja ekki að lesa svona kjaftæði frá einhverjum sem augljóslega veit ekki neitt um málið. Ég skrifa hérna af því að það auðveldar mér að takast á við þunglyndið, það er mín lækning og meðferð og augljóslega ofar þínum skilningi. Ef ég var að tala illa um einhvern sem þú þekkir máttu gjarnan segja mér það og ég skal biðjast afsökunar á því en að öðru leyti hef ég hreina samvisku. Og ef þú heldur að ég sé að skrifa hérna að ég sé yfirveguð hefurðu greinilega ekki lesið lengi, bloggið mitt endurspeglar allt annað en yfirvegun og enn síður er ég að halda því fram að ég sé það og enn og aftur, ég er ekki að upphefja mig á kostnað neins. Og ef fólk vill svo hafa skoðanir á mínu einkalífi ætti það að vera nægilega miklar manneksjur til að skrifa undir nafni. Það er spurning hver þjáist af óöryggi... Ef þú ert vinkona fyrrverandi stúlkunnar eða eitthvað álíka ættirðu að sýna mér og henni þá virðingu að ræða þetta ekki frekar hér. Ég er hætt því eftir að hafa gert mér grein fyrir mistökum mínum og vonandi hún líka.

Tinna Kirsuber sagði...

Svo er náttúrulega alltaf fólk sem bara getur ekki á sér setið og verður að reyna að láta öðrum líða illa með orðum sínum og gjörðum. Þú ert kannski ein af þeim...