þriðjudagur

jæja... fórum norður um helgina seinustu af því að asparyndið var að útskrifast sem stúdent. ekki eitthvað sem við, mágkona hennar og bróðir getum státað af að hafa gert og getað og ekkert að því svosum en ég dáist alltaf af fólki sem stenst þessa þraut... óteljandi eða það sem virðist vera óteljandi stærðfræðiáfangar og alskyns önnur leiðindi sem mér eru lífsins ómöguleg að skilja. en ég er með BA gráðu, gleymum því ekki, alger óþarfi að draga úr eigin ágæti og getu. mér fannst reyndar mest aðdáunarvert að öspinni skyldi takast að halda sér vakandi í heilan sólarhring með djammi, útskrift, myndatöku og öllu tilheyrandi inní og vera svo arfahress í veislunni á sunnudeginum (sem ég bakaði franskar súkkulaðidúllur fyrir og fékk að launum að heyra að ég væri vænn kvenkostur. hrós eða ekki?).

ég hef litla löngun til að skrifa þessa dagana eins og þið vísast sjáið, hef um margt að hugsa og það er allt best geymt inní hausnum á mér. annars er hætta á því að ég segi eitthvað sem ég sjái eftir og kannski særi einhvern. aðgát skal höfð í nærveru sálar þó að sálirnar sýni hana sjaldnast sjálfar...

Engin ummæli: