miðvikudagur

maður og hola... þetta heyrði ég í útvarpinu í morgun. "metafóra" fyrir manninn og lífið sagði guðmundur steingrímsson... held það hafi verið hann og mér fannst þetta geysilega fyndið.

nú eru bara 12 dagar þangað til við förum... 12 heilir dagar en aðeins rúmlega það ef maður ætlar að vera smámunasamur. úff hvað það er erfitt að bíða, við erum bæði að deyja og stóra bláa ferðataskan stendur á ganginum og gerir ekkert annað en að kvelja okkur og gera biðina óbærilegri. þegar það verður orðið minna en vika í brottför verður þetta skárra... eða verra.

strákarnir mínir eru að spila á föstudaginn og ég hef ákveðið að ég ætla að verða full, sama hvað það kostar. ég neita að sætta mig við að ég sé bara einfaldlega orðin of gömul fyrir þetta... þ.e. að fara á fyllerí. það getur ekki passað. það gæti reyndar verið að lundarlyftan orsaki þetta lystarleysi á áfengi en gluð hjálpi mér, heim fer ég ekki á föstudagskvöldið fyrr en ég er orðin peð-ölvuð og það þarf að bera mig, ekki fyrr en ég er búin að hrópa að fólki óhróðri og hreytingi, lenda í einum slagsmálum eða svo og láta kasta mér útaf bar. og hana nú! nei... ég hef lítinn áhuga á neinu af þessu nema að verða peð-ölvuð. það er verðugt markmið svona í vikulok held ég... annars hefur mér aldrei verið hent útaf bar ef ég hugsa útí það og aldrei hef ég hrópað óhróðri að fólki í ölæði, ekki nema mér hafi virkilega þótt það eiga það skilið... en ég hef einu sinni lent í slagsmálum og það var bara sóun á dýrmætum tíma og orku. en hann átti það pottþétt skilið...

Engin ummæli: