þriðjudagur
ég hef ekkert að segja, aldrei þessu vant. en ég get heldur ómögulega um annað hugsað þessa dagana en utanlandsförina okkar sem er eftir nákvæmlega tvær vikur... eftir nákvæmlega tvær vikur verðum við, ég, tinnbert og örninn minn í amsterdam. þýska blóðið gerir mér þetta enn erfiðara þar sem að ég get ekki látið af því að skoða landakort og ferðahandbækur og ákveða hvað mig langar að sjá og skoða og þ.a.l. skipuleggja. ætla samt að reyna að hafa hemil á mér enda eru þetta heilir tíu dagar og ég vil líka geta slappað vel af og komið endurnærð til frónarinnar að loknu fríi... og svo munum við sjá gay pride þarna úti og ég get ekki beðið eftir því enda hef ég aldrei augum borið það fyrirbæri af einhverjum orsökum. hef alltaf verið að vinna eða eitthvað í þá áttina... blex þá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it Quitting smoking com Sun bowl betting
Skrifa ummæli