ekki nóg með að vinnan hafi gefið mér passa á kvikmyndahátíð í kveðjugjöf því ég fékk líka tungumálanámskeið... hollenskt hvorki meira né minna. nú verð ég "flúent" og get spókað mig líkt og innfæddir næst þegar við heimsækjum amsterdam sem samkvæmt nýjustu plönum okkar verður í október 2007. við erum einnig komin með annað plan... eða það er svona semi-plan af því að annað er bara óðs manns æði og gerir engum neitt gagn að minu mati... við stefnum sumsé á það að kaupa okkur íbúð eftir ekki meira en tvö ár sem mér finnst ágætt. höldum okkur bara við það og reynum að hugsa sem minnst um það þangað til. svo vorum við að spá í að skrá okkur í sambúð... ég veit svosum ekki hvað það á að gera manni gott en það ku fylgja því einhver fríðindi sem mér eru enn sem komið er ókunn. ég nenni annars ekkert að pæla í þessu meira en ég þarf... finnst fínt að eiga kærasta og vera bara að leigja með honum án þess að kerfið viti af því. við erum reyndar komin með "blueprint" af brúðkaupinu okkar og svona flestu því sem viðkemur framtíðinni, ég bara "meika" ekki alveg framtíðina strax. núið er best...
en talandi um það... ég og örninn minn vorum eitthvað að spjalla um gamla daga um daginn og mundum þá allt í einu eftir því þegar skyr var keypt í kjötborðum... held ég muni það rétt og því var mokað uppúr einhverju fati, alls óunnu og í svona frauðplast-bakka, eins mikið og maður vildi og plastað yfir. muniði eftir þessu? alveg einstök minning...
í kveld ætlum við á kúltúra að sötra öl með ösp og björk litlu mini-mágkonu sem er að heiðra höfuðborgina með nærveru sinni þessa helgina. mig lengir doldið eftir ölvun...
ég hlakka svo til að fara á airwaves og hlusta á skuggaprinsana.
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Tinna, seldir þú Ólafi Teiti (blm. á viðskiptablaðinu)tímaritið Þjóðmál á þriðjudagskvöld og kallaðir það "fasistarit" í leiðinni. Hann minnist á þetta í pistli í Viðskiptablaðinu í dag.
Uuuuu... það gæti verið, það væri allavega mér líkt. Ég reyndar hef ekkert sérstaklega útá Þjóðmál sem slíkt að setja, ég held ég hafi frekar átt við upplýsingarnar sem verið er að setja í þessi "rit". Fjárinn... Alltaf skal ég koma mér í súpu með opinberun skoðanna minna.
Nei, hann er léttur á því yfir þessu. Segir að bókabúðin sé framúrskarandi. Þú hefur enga ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu. Þetta er bara frekar fyndið.
Nú! Hjúkket!!! Og hvað er að þér maður að skilja eftir svona tvíræð skilaboð í blogginu hjá þunglyndis- og kvíðasjúklingi??? Ertu alveg!?!?!? Ég hélt ég væri orðin réttdræp hjá plebbunum og hægri-fíflunum og komin með nagandi kvíða yfir þessu. Smá nærgætni Ágúst. NÆRGÆTNI!!!
Já, ég skal passa upp á þetta framvegis. Þegar ég las þetta í hádeginu þá heyrði ég röddina í þér og sá þig fyrir mér í Eymundsson og ég gat ekki annað en hlegið.
Vei... Ég hef það umfram aðra að geta verið mjög orðljót án þess að lenda fyrir dómstól... Ég þakka það röddinni.
Skrifa ummæli