föstudagur
nú þegar ég get óhrædd tjáð mig um launin í pennanum án þess að þurfa að eiga það á hættu að verða rekin ætla ég að gera það... sérstaklega þar sem ég er uppfull af mikilli gremju þessa stundina sökum þessa launa(leysu)... ég fékk t.d. útborgað í dag fyrir heilan mánuð í vinnu í pennanum 108 þúsund... hundraðfokkíngogáttaþúsund dömur mínar og herrar!!! jú, vissulega var ég eitthvað veik útaf þvagfærasýkingunni en fjandinn hafi það... þetta finnst mér ég ekki eiga skilið. og þegar ég er núna búin að borga alla reikningana sem koma á mínu nafni sem og leiguna þá á ég eftir 13 þúsund takk fyrir takk! og við erum ekki einu sinni búin að borga arnar reikninga. að hugsa sér hneysuna... maður hefði nú haldið að fyrirtæki sem veltir milljörðum á ári og er auk þess undir pilsfaldinum hjá baugi hefði efni á að gera vel við starfsfólkið sitt. og gott starfsfólk þar... í það minnsta borgað mannsæmandi laun en ekki laun sem fá mann til að skæla um hver mánaðarmót... og ég er ekki einu sinni sú lægst launaðasta! andskotinn hafi það, ég er alveg fjúkandi ill núna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
ó boy, Eymó borgar svooo illa! ég man þegar ég var að vinna þarna að þá heyrði ég "lél-leg laun, lé-leg laun...!" í hverju skerfi þegar ég gekk til vinnu.
En hvar ertu að fara að vinna núna annars?
kveðjur
Diljá
Eymó borgar bara "ekki", það er vandamálið... Ég þori eiginlega ekki alveg strax að segja hvar ég er að fara að vinna af því það er ekki alveg komið á hreint... Svona til að "jinxa" engu :) en ég mun tjá mig um það hér eins og flest annað um leið og allt er komið á hreint.
Skilaðu endilega kærri kveðju frá mér til Hörpu, til lukku með litla kútinn.
Örninn biður að heilsa :D
Kveðja...
11:40 Gerald Peary og Amy Geller: Saga bandarískrar kvikmyndagagnrýni
Þetta er einhverstaðar í H.Í í dag, mánudag.. Eitthvað fyrir þig???
Takk heillin :)
Skrifa ummæli