þriðjudagur
það rignir laufum... það er svo fallegt að ganga úti og sjá laufin fjúka af trjánum eins og kirsuberjablóm í japan... haustið er tíminn minn.
ég er víst ekki komin með vinnu enn. ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort ég hafi eitthvað misskilið en þeir sem sögðust hafa litist svo vel á mig þegar ég fór í prufuna og sögðust endilega vilja sjá meira af mér og sögðust ætla að hringja eftir seinustu helgi til að ákveða betur hafa ekkert látið í sér heyra. ég reyndi svo að hringja í gær en þá eru bara allir í frí. ég sendi e-mail en hef ekkert svar fengið... ég skil ekki alveg svona en þetta er kannski eins og það á að vera, hvað veit ég. ætli það sé ekki rétt hjá strákústi bloggþóri, það breytir víst engu hvort maður sé hreinn og beinn og einlægur. ég er af alefli að reyna að láta þetta ekki draga mig niður í eitthvurt svarthol...
og svo er ég að verða amma í ofaná lagt! hún pínu-litla skaði mín eldjárn er þunguð og mér óar við tilhugsuninni um það hvernig litla skinnið mitt ætlar að kreista útúr sér öðrum líkömum. hún er 10 mánaða gömul en flestir kettir verða kynþroska í kringum 4ja mánaða en ég hafði bara aldrei tekið eftir henni að breima og slíkt fer ekki fram hjá nokkrum manni eða konu svo ég var einhvern vegin viss um að hún væri bara eitthvað smá seinþroska og var ekkert að stressa mig á að gefa henni pilluna eða láta taka hana úr sambandi. sú lék á mig... ég er viss um að sökudólgurinn sé þessi bröndótti með púnginn sem læddist hérna uppí eina nóttina. hann hefur ætlað í mig líka... eitthvurt mrs. robinson dæmi hjá kisa.
en ef einhver vill ráða mig í vinnu þá er ég til. sel þó ekki líkamann minn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ef þig langar til að skemmta Guðlaugi þá er hann til í að borga þér kaffibolla fyrir klukkutímann
það má athuga það gulli minn... kannski á morgun? ég er ekki að gera neitt svo spes fram á mánudag.
Skrifa ummæli