hví ég er ætíð svo uppfull af efasemdum í minn eigins garð er mér hulin ráðgáta því undantekningalaust redda ég alltaf hlutunum og sjálfri mér í leiðinni, sama hvort það tengist því að finna mér ný híbýli eða vinnur. ég er ágætis eintak af manneskju myndi ég ætla þó ég efist um það sjálf endrum og eins... ætli ég sé ekki bara með klofinn persónuleika?
ég er sumsé komin með vinnu. sótti um hana síðdegis í gær, fór í viðtal áðan, var ráðin á staðnum og byrja á mánudaginn næsta. þetta getur hún æpa heilasellurnar mínar núna! ég er að fara að myndlistast með krökkum á leikskólanum hagaborg og ég neita því ekki að ég er full tilhlökkunar, mun meiri en fyrir starfinu sem ég var svikin um... ég kveið því nú eiginlega bara. svona getur nú lífið komið skemmtilega á óvart. og launin eru m.a.s. mun betri en í eymó sem kom mér reyndar á óvart því ég hafði satt best að segja eiginlega meiri áhuga á að finna mér vinnu og var því ekki að gera mér miklar launaeftirvæntingar og að sögn eru launin á leikskólum ekki góð en þau er þó skömminni skárri og gott betur en í fyrrnefnda eymó og það finnst mér alveg yfirgengilega merkilegt. úff... ég verð bara reið yfir því núna þegar ég hugsa um það. en það sem er líka skemmtilegt við þetta er að undanfarin tvö ár hef ég einmitt verið að gæla við þá hugmynd að kenna börnum myndlist og hafði jafnvel hugsað mér að fara í kennaraháskólann til að öðlast réttindi svo mér finnst þetta dásamlegt tækifæri og ég get ekki beðið. ég held líka að svona lifandi vinnustaður, og það skortir varla líf þar sem hátt í 100 börn eru henti mínum persónuleika mun betur en eitthvurt plebbastarf í "lífsstílsbúð" í kópavoginum. og svo er öspin mín rúsínan í pylsuendanum því hún er líka að vinna á hagaborg og fátt veit ég betra en að vera í návist þeirrar stúlku... besta mágkonan OG vinnu"partner".
annars er skemmst frá því að segja að ég er farin að hallast að því að hún skaði mín eldjárn sé ekki ólétt. ég hélt það upphaflega af því að spenarnir á henni voru eitthvað að bólgna og það ku vera merki um kettlingafyllu samkvæmt kattabókinni minni en svo er hún búin að vera að breima all svakalega síðan í gærkveldi þannig að ég var orðin doldið rugluð í hausnum í sambandi við hvað væri eiginlega að gerast. svo ég hringdi í dýralæknalessuna... best að hafa allt á hreinu. og hún sagði mér að þetta hljómaði nú meira eins og hormóna-yfirdrifið breim frekar en nokkuð annað... þannig að dóttir mín er orðin kynþroska. húrra! ég er hálfvegis fegin því sem mjög samviskusamlegur kattaeigandi og móðir hefði ég líklega ekki getað sinnt neinu öðru nema þessari óléttu uns hún væri yfirstaðin ef hún hefði "aktúelt" átt sér stað. en þar með er ekki öll sagan sögð... hérna fyrir utan, í þessum skrifuðu orðum eru 4... já, FJÓRIR (þeir voru 5 í morgun) högnar og ég get ekki betur séð en að þeir búi ekki á meðal fólks, svo illa hirtir eru greyin svo þeir hljóta að vera útigangskettir. þeir eru allir á stærð við 3ja ára börn og svo þið hafið viðmiðið þá er hún skaði mín á stærð við 6 mánaða fyrirbura... og þeir bíða hérna úti úti eftir því að geta vanvirt dóttur mína sem gerir sér það að leik að sitja í glugganum og daðra við piltana uns allt ætlar um koll að keyra. ég rak m.a.s. einn ofan af henni áðan og er núna búin að loka öllum gluggum sem gerir það að verkum að hún er farin að reyna við mig... ekki mitt kynlífs-áhugasvið. eini kosturinn við hvað skaði er lítil og villi-högnarnir stórir (og ég er ekki að ýkja, þeir eru RISAvaxnir) er sá að þeir virðast eiga í þeim mun meiri vandræðum með að hitta í hunangspottinn með sleifinni sinni... er þetta nógu vel útskýrt? ég kann bara ekki við að vera ítarlegri í þessu samhengi... ég vona bara að þetta fari vel, sem og það ætti að gera held ég, ég þarf bara að umbera graðan kött í andlitinu á mér næstu daga.
lifið heil.
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
13 ummæli:
Húrra! til lukku
takk :D
Til hamingju, krakkar á Hagaborg!
Til lukku elsku Tinna! Hlakka til að heyra frá þér og vona að þér lítist vel á Hagaborgina og starfið. Mikill fengur í svona yndislegri manneskju eins og þér. Sorry væmnina. Heyrumst, Svanhildur
hahhahaaa!
já.. til hamingju með kynþroskan.
það hljómar vel að hittast á kaffihúsi á morgun. ég hringi í þig!
..þú verður að svara
innilega til hamingju með þetta allt saman tinna mín. úff, og þú verður að passa skaða, viljum ekki að einhverjir miðaldra högnar barni unglingsstúlkuna, sem miðað við lýsingarnar hljómar þó eins og mesta tálkvendi þarna í glugganum þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin kynþroska.
Engin væmni elsku frænka, bara vel þegin falleg orð... Takk :*
Þakka ykkur annars öllum fyrir og Gulli... Ég ætla að hanga heima í dag og glápa á vídjó. Koddu bara í te til mín og sendu sms... Ég get nefnilega ekki lofað því að ég ráði við að svara í símann :)
verður að passa skaða!
Til lukku með djobbið! :)
Ég ver hana með kjafti og klóm ef þess þarf, það máttu bóka! Og takk :D
Jahérna, til lukku! Andri litli er einmitt á biðlista að komast inn í Hagaborg. Þá veit ég að hann verður í góðum höndum hjá Tinnu listakonu. Jeiii.
Vei! Ég lofa að fara vel að piltinum þegar þar að kemur :) Það er líka ágætt því þá fæ ég að hitta þig... Þú ert nú ein af þeim sem ég dýrka og dái í eymó.
Hitta mig..: anytime! Bý alveg rétt hjá Hagaborg og er á daginn að vinna sem húsmóðir, moppandi gólfin og sprellandi við soninn. Svo er ég alltaf með rjúkandi heitt á könnunni og bakkelsi í ofninum (eee svona næstum). Kíktu endilega við á leið í eða úr vinnu.
Tek þig á orðinu dúlla, við fyrsta tækifæri.
Skrifa ummæli