þriðjudagur

vei! ég er að fara í spennandi vinnuviðtal eftir einn og hálfan tíma og ég er fremur jákvæð fyrir því þó ég sé búin að vera andvaka síðan hálf 7... ég mun væntanlega birta útkomu þessa atvinnuviðtals síðar í dag.

og eins og ég hafði einsett mér gekk ég í mín mál í gær og nú er ég búin að greiða úr peningamálunum, eða svo gott sem því ég fer í bankann á eftir og geng frá þessu endanlega. ég á svo ótrúlega gott fólk að (tengdaforeldra), það er næstum átakanlegt...

ég er ánægð með sjálfa mig og lífið í dag.

Engin ummæli: