laugardagur


gleðilegan vetur!

ég drakk þrjú barmafull rauðvínsglös í gær á tóman malla og geld nú fyrir það með þynnku... skuggaprinsarnir mínir voru dásamlegir í spilamennskunni sem og endranær. það sama má ekki segja um hljóðmanninn... ég er mikið farin að velta þeim möguleika fyrir mér að nema hljóðmannsfræði og verða svo sérlegur hljóðmaður skuggaprinsanna áður en ég legg hendur á einhvern hljóðmanninn á tónleikum. það er bara alveg merkilegt hvernig það er ALDREI vandað nógu vel til verksins á tónleikum þrátt fyrir einhver "sándtjékk" fyrir alla tónleika. alltaf tekst þessum hljóðmönnum að klúðra einhverju... ég er þá að tala um styrkleika hvers og eins hljóðfæraleikara sem á náttúrulega að vera þannig að hver og einn fær að njóta sín og sýna sín sérkenni en er jafnframt í "harmoníu" við aðra í hljómsveitinni. þetta virðist vera ógerningur hjá hljóðmönnum af einhverjum ástæðum... hvaða rétt hef ég annars til að bölsótast yfir þessu? ég vil bara að best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistarmenningar, shadow parade fái að njóta sín eins og best verður á kosið og betur þegar þeir spila á tónleikum. og þrátt fyrir allt þá grunar samt engan neitt því skuggaprinsarnir eru snillingar, hver öðrum betri á sínu sviði. sannkallaðir tónlistarsnillingar! og bráðum kemur diskurinn út, á mánu- eða þriðjudag held ég... bíðiði bara.

Engin ummæli: