mánudagur


mikið djöfulli leið þessi mánudagur hratt! mikið er ég glöð... ég vaknaði nefnilega með smá kvíðahnút í maganum... mánudags-hnúturinn. en hann hvarf fljótlega uppúr 9 svo það er allt gott og blessað.

annars er skemmst frá því að segja AÐ PLATAN ER KOMIN TIL LANDSINS!!! frumraun shadow parade, dubious intentions er lent á fróni og verður væntanlega til sölu í öllum betri verslunum síðar í þessari viku. kaupið hana... i´m telling you, KAUPIÐ HANA!!! þið sjáið ekki eftir því, ég ábyrgist það! frá því að ég heyrði þessa hljóma fyrst var ég "totally smitten" upp fyrir haus. ókei... ég og örninn minn vorum reyndar alveg ný-byrjuð saman og ég var gersamlega blinduð að öllum tilfinningum á fullu "blasti" sem hægt er að finna til einnar manneskju, þið vitið... þegar maður hættir að geta borðað eða hugsað um neitt annað en BARA þessa manneskju, maður er svona eins og ástar-uppvakningur. og ég hélt m.a.s. á tímabili að ég hefði það ekki af... í heila 9 mánuði. en þetta hafðist... það hafði samt ALLS ENGIN áhrif á ánægju mína með shadow parade við fyrstu hlustun. og hingað erum við komin og mér er það mikill heiður að hafa verið samferða þeim skuggaprinsum í gegnum þessa stundum erfiðu fæðingu og m.a.s. lagt mitt af mörkum eins og þið munuð væntanlega sjá þegar þið kaupið plötuna (ég sá um alla textaskreytingu). æ hve dásamlegt þetta er...

það var eitthvað eitt í viðbót en ég er búin að gleyma því... later!

5 ummæli:

Móa sagði...

veit ekki upp á hár hvenær næsta herðubreið verður því sóla heldur það en býst við lok þessarar viku!!
kann ekki alveg á þetta myspace rugl ennþá. see you Móa

tobba sagði...

úúúú, hlakka til að hlusta á plötuna!

Nafnlaus sagði...

Spennandi!Hlakka mikið til að hlusta á plötuna,þar sem ég sá þá ekki um helgina.En að hljómskálagarðinnum,þá hef ég verið þar 2 sinnum í brúðkaupi,svo það er enginn fyrirstaða mín kæra.

Tinna Kirsuber sagði...

Nú jæja...

Móa sagði...

ertu týnd, tinna mín eins og litlu börnin spyrja nú er farið að verða mjög nauðsynlegt að hittast er það ekki!